Hvar liggur lína siðbótar ?

Lög­fræðing­ur mun fara yfir mál fram­kvæmda­stjóra Sam­einaða líf­eyr­is­sjóðsins á stjórn­ar­fundi á morg­un. Stjórn­ar­formaður tel­ur ekki víst að fram­kvæmda­stjór­inn hafi gerst brot­leg­ur með því að til­kynna stjórn­inni ekki um tvö af­l­ands­fé­lög.

________________

Margir hafa það á tilfinningunni að þjóðfélagið sé rotið af spillingu.

Hvor það er orðum aukið er ekki ljóst enn sem komið er.

Það fer þó ekki á milli mála að tvær þjóðir eru í þessu landi.

Það eru þeir sem hafa haft aðstöðu til og hafa gamblað með peninga í skattaskjólum þar sem þau eru í boði.

Og svo hinir sem áttu sparisjóðsbók í sparisjóðnum eða bara alls ekki neitt.

Siðbótarumræðan er hávær þessa dagana og sumir hafa sagt af sér trúnaðarstöðum þegar þeir sjá að gjörðir þeirra geta skaðað með réttu eða röngu.

Svo eru það hinir sem vita ekkert, muna ekkert eða sjá ekkert að þessu.

En mér sýnist að þjóðin hafi dregið sína siðbótalínu.

Ef þú hefur á einhvern hátt tengst aflandsfélögum og verið að brasa eitthvað í skattaskjólum þá áttu að víkja ef þú gegnir opinberum embættum.

Þetta er lína sem er í gildi í hinum vestræna heimi en varla á Íslandi fram að þessu.

Nokkrir hafa sagt af sér, forsætisráðherra, framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs, gjaldkeri stjórnmálaflokks.

Nú bíða menn eftir viðbrögðum fleiri hákarla.

Hvað gerir forsetinn, fjármálaráðherrann, innanríkisráðherrann og fleiri sem nú eru opinberaðir ?

Lína siðbótar er dreginn í sandinn, hvað munu margir láta sem þeir sjái hana  ekki ?

Og sumir sjá bara ekkert að þessu.


mbl.is Ekki viss um sök Kristjáns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband