Ekki króna í flughlað Akureyrarflugvallar í samgönguáætlun ?

2016 flugvöllurUmhverfis- og samgöngunefnd hefur afgreitt fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2015 til 2018. Nefndin hefur lagt til breytingartillögur sem snúa m.a. að flugvallarmálum. Þannig leggur nefndin til vegna flughlaðs á Akureyrarflugvelli verði veittar 100 millj. kr. árið 2016, 25 millj. kr. árið 2017 og 100 millj. kr. árið 2018. Þegar var búið að tryggja 50 milljónir króna fyrir árið 2015. Ekki var reiknað með flughlaði í upprunalegri áætlun en því mótmæltu bæjaryfirvöld á Akureyri harðlega.

(vikudagur 2015)

Ekki er gert ráð fyrir fjármagni í nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli í drögum að fjögurra ára samgönguáætlun. Fyllingarvinna í fyrsta áfanga nýs flughlaðs á Akureyrarflugvelli hófst skömmu eftir áramót og lauk í síðasta mánuði þegar búið var nota það fjármagn sem veitt var í efnaflutning úr Vaðlaheiðargöngum í flughlaðið, eða 50 millj­ónir. Nóg er þó til að efni til að keyra.

(vikudagur 2016.)

Vikudagur hefur flutt fréttir af framkvæmdum við flughlað Akureyrarflugvallar.

Fyrrum forsætisráðherra hefur talað digurbarkalega um samgöngumál úti á landi og lofað ýmsu.

Árið 2015 var kreist út fjármagn sem nam 50 milljónum til að byrja.

Bæjaryfirvöld á Akureyri toguðu út þær milljónir.

Umhverfis og samgöngunefnd þingsins lagði síðan til 225 milljónir á árunum 2016 - 2018.

Ekki króna er í drögum að samgönguáætlun nú og ljóst að meirihlutaflokkarnir ætla að svíkja þetta loforð með bros á vör.

Hvað segir formaður samgöngunefndar við þessari staðreynd.

Ríkisstórnin hefur engan áhuga á samgöngubótum á Norðurlandi og þrátt fyrir tvo ráðherra og formann samgöngunefndar er ekki króna í flughlaðið á Akureyri.

Það virðist því sem Akureyringar sitji uppi með uppfyllingar næstu árin sem engu hlutverki gegna nema auka ryk og óhreinindi á Akureyrarflugvelli.

Kannski birist þetta í loforðalista ríkisstjórnarflokkanna fyrir kosningar í haust, ef þær þá verða.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818826

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband