6.4.2016 | 08:16
Blekkingar gærdagsins - nýr forsætisráðherra er plat
Hráskinnaleikur gærdagsins var blekkingafarsi.
Sigmundur er ekki að fara neitt, hann er í tímabundnu leyfi frá stólnum.
Það er freistandi að láta sér detta í hug að forsetinn hafi verið með í þessum leik.
Bjarni og Sjálfstæðisflokkurinn léku þennan leik af snilld í gær.
Bjarni og Ólöf ætla ekki að taka neitt til sín og sitja sem fastast.
Sigmundur áfram formaður Framsóknar með allt á hælunum.
Auðvitað vissu þeir að þeir voru ekkert að fara úr ríkisstjórn.
Þetta drama í gær er ætlað til að slá ryki í augu landsmanna.
Það á að bíða af sér storminn og halda síðan áfram eins og ekkert hefði í skorist.
Íhaldsflokkarnir ætla sér að halda völdum sama hvað.
Píratar með 43% fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já þetta er svo sannarlega farsi, ótrúlegtl að Sjálfstæðimenn skuli ennþá vera næststærsti flokkuinn, það er hræðslufylgi sem heldur að allt fari á hliðina ef þeir eru ekki með.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2016 kl. 09:12
Það merkilegasta er að stjórnarandstaðan tekur ekki undir kröfu Ólafs Elíassonar um að við fáum strax fram í dagsljósið hverjir íslenskur kröfuhafarnir voru. Við förum ekki í kosningar fyrr en þetta liggur fyrir.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.4.2016 kl. 09:17
Nei þetta þarf að koma allt upp á borðið áður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2016 kl. 09:28
Elín. Píratar, sem eru einn af stjórnarandstöðuflokkunum, eru mjög fylgjandi gegnsæi og að upplýsingar sem varða hagsmuni almennings séu gerðar opinberar. Það þarf ekki að taka það fram sérstaklega þar sem þetta er bundið í stefnu og grunngildi flokksins almennt. Þau sjónarmið eiga sjálfsögðu líka við um þær tilteknu upplýsingar sem þú nefnir, ásamt fleirum.
Guðmundur Ásgeirsson, 6.4.2016 kl. 13:28
Það er alveg rétt hjá þér Guðmundur. Stel þessum status frá Lilju Mósesdóttur:
Á þinginu 2012-2013 barðist ég fyrir breytingum á lögum um ársreikninga sem hefðu tryggt almenningi vitneskju um hina raunverulegu kröfuhafa gömlu bankanna.
Raunverulegur eigandi telst vera einstaklingur ekki eignarhaldsfélag eða annað fyrirtækjaform.
Stjórnarflokkarnir (xS og sVG) vildu ekki ganga svona langt og skylduðu fyrirtæki aðeins til að birta lista með nöfnum á fyrirtækum med eignarhlut í viðkomandi fyrirtæki.
Ef breytingartillagan mín hefði farið í gegn, þá hefðu slitabúin þurft að krefja Wintris um nöfn eigenda í stað þess að birta aðeins nafnið Wintris á kröfuhafalista.
Þessir samþykktu breytingartillögu mína: Atli Gíslason, Ásmundur Einar Daðason, Birgitta Jónsdóttir, Eygló Harðardóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson, Lilja Mósesdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Siv Friðleifsdóttir, Þór Saari
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.4.2016 kl. 21:34
Takk fyrir þetta Elín, athyglisvert.
Guðmundur Ásgeirsson, 6.4.2016 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.