Rugludellan í Stjórnarráðinu.

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra seg­ir að að stjórn­völd­um beri að bregðast við til­boði Garðabæj­ar um að ráðast í bygg­ingu nýs Land­spít­ala á Víf­ils­stöðum. Sig­mund­ur seg­ir ómögu­legt að segja til um hversu marga ára­tugi í viðbót bútasaumsaðferðin við Hring­braut myndi taka.

___________

Núverandi stjórnvöld eru með allt niður um sig í heilbrigðismálum.

Heilbrigðiskerfið er að falla á hliðina vegna getu og tómlætis stjórnvalda og stjórnmálamanna.

Það hefur dregist úr hömlu að hefa uppbyggingu Landspítalans með tilheyrandi áföllum og skaða.

Og nú vellur enn ein rugludellan úr Stjórnarráðinu og upphafsmaður sá sami og venjulega.

Það er álit sérfræðinga að kúvenda hugmyndum um byggingu spítalanum seinki uppbyggingu um fjölda ára.

Það veit forsætisráðherra.

Samt er hann tilbúinn að setja fram ábyrðgarlausar hugmyndir.

Poppulismi er sérgrein þessa manns.

Sem betur fer er aðeins eitt ár eftir af veru núverandi forsætisráðherra í þessu embætti.

Það veður léttir fyrir þjóðina.

 


mbl.is Vill nýjan spítala á Vífilsstöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Jón Ingi rugludallur segir að þessi stjórn sé með allt niður um sig í málefnum spítalanna. Samt er búið að bæta launakjörin og stöðva atgervisflóttann.  Byrjað að laga húsnæðið og byggja meðferðarkjarna og hús fyrir jáeindaskanna,  Þetta kallar Jon rugludallur tómlæti!

En auðvitað eru spunakallar deyjandi flokks fullir örvæntingar. Vita að það var þeirra eiginn ráðherra sem bar mesta ábyrgð á aðförinni að Landsspítalanum 2009-2013.  Aðf´ör sem næstum gekk af heilbrigðiskerfinu í landinu dauðu.

Þeirri aðför hefur verið hrundið og hafin uppbygging sem allir ættu að fagna.  Líka fíflin sem styðja meirihlutann í Reykjavík sem nú hefur tekist að flæma einn stærsta vinnustað borgarinnar og tekjulind fyrir borgarsjóð , úr borginni með óbilgirni og valdhroka.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.3.2016 kl. 15:40

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

„Höldum áfram á markaðri braut“ var yfirskrift erindis sem Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra flutti á fundi Félags atvinnurekenda um uppbyggingu Landspítala við Hringbraut í morgun. Ráðherra fór þar yfir stöðu framkvæmda og næstu skref. Hann sagði ávörðun um uppbygginguna byggjast á skýrum vilja og sterkum rökum.

https://www.velferdarraduneyti.is/frettir-vel/nr/35451

Jóhannes Laxdal er sáttur við stjórnvöld greinilega. Sáttur við það og fær eitthvað út úr því að uppnefna mig sem er aðeins að benda á misræmið hjá hans mönnum.

Ef hann sér ekki ruglið og misræmið í málflutningi stjórnarliða þá það hann vandamál en ekki mitt.

Að ofan er linkur á hvað forsætisráðherra segir og hér er linkur að hinni skoðun stjórnarflokkanna.

Jón Ingi Cæsarsson, 11.3.2016 kl. 16:21

3 identicon

Jóhannes, eina aðförin sem þessari þjóð hefur verið sýnt, var þegar að frjálshyggjusukks flokkarnir 2, Framsókn og SjálfstæðisFLokkur gerðu tilraun til að gera þjóðina gjaldþrota eftir að þeir voru búnir að einkavinavæða bankakerfið og fleiri fyrirtæki í eigu ríkisins , til flokksgæðinga sem rúðu fyrirtækin innan frá og skildu svo hræið eftir, nær gjaldþrota. Meira að segja fyrrverandi formaður SjálfstæðisFLokksins sem gerður var að seðlabankastjóra gerði heiðarlega tilraun til að gera bankann gjaldþrota, sem tókst reyndar en með þrautseigju og vanþakklátu starfi sínu tókst Jóhönnu minni og Steingrími að bjarga þjóðinni frá þjóðargjaldþroti.

En Poppalisminn hjá forsætisráðherra virðist eingin takmörk sér eiga, sem birtist meðal annar í því, að hann hefur sjálfur og flokkur hans í borgini, lagst gegn því að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni fari, og hafa þau meðal annars bent á það að flugvöllurinn verði að vera í Vatnsmýri vegna nálægðar við Landspítalann við Hringbraut. Þessu fólki er ekki sjálfrátt.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 11.3.2016 kl. 16:23

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

 Jón, það tekur enginn mark á Krístjáni Samherjadindli, hann var settur í djobb sem hann ræður ekki við enda eins sem hægt er að nota hann í er þegar vantar mann með skóflu!

Helgi, ég legg mig ekki niður við að þrasa við menn sem eru fastir í pólitískri skotgröf. Ég lít á alla sem voru á þingi til 2013, sem menn á pólitísku skilorði. Sumir hafa brotið það skilorð, til dæmis Ragnheiður Elín og Sigurður Ingi.  En um þetta er kosið og þjóðin dæmir þetta fólk á fjögra ára fresti. Sennilega verður hér langvarandi stjórnarkreppa eftir næstu kosningar.  Hvernig úr því verður leyst fer eftir því hvern við kjósum á Bessastaði í sumar. 

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.3.2016 kl. 16:49

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Jóhannes..það sem þú áttar þig ekki á er að þetta blogg fjallar ekki um uppbyggingu Landspítala heldur misræmið í málflutningi stjórnarliða.

Sá sem þú kallar Samherjadindiðl ( þú ert í því að uppnefna fólk) þá er þetta mörkuð stefna stjórnarflokkanna sem hann er að boða.

Sá sem er í ruglinu og talar út og suður er forsætisráðherra nema þessi frábæra ríkisstjórn hafi margar stefnur í sama málinu, sem hefur aldrei þótt sérstaklega góð pólitík.

Jón Ingi Cæsarsson, 11.3.2016 kl. 16:55

6 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hvaða misræmi?  Lestu greinina sem Sigmundur skrifar á heimasíðuna sína þar sem hann útskýrir fyrir lesendum áherzlur ríkisstjórnarinnar

"Það hefur ekki verið samstaða um málið á Alþingi. Þingsályktunartillögu um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut var breytt í tillögu um að ráðast í nauðsynlegar endurbætur á húsnæði spítalans við Hringbraut. Einungis þannig náðist samstaða um tillöguna. Það var enda í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar en í stjórnarsáttmálanum er því haldið opnu að menn skoði hver besta framtíðarlausnin sé en um leið lögð áhersla á mikilvægi þess að ráðast í úrbætur á núverandi húsnæði. Þar segir: „Húsakostur Landspítala er óviðunandi. Leggja þarf áherslu á viðhald og endurbætur á núverandi húsa- og tækjakosti stofnunarinnar þar til varanleg lausn fæst.“

Og svo í næstu málsgrein rekur hann sína prívatafstöðu.  Ég skal alveg viðurkenna að ég var orðinn tilbúinn að kyngja því að spítalinn yrði byggður þarna þrátt fyrir að það sé augljóslega versti kosturinn.  En þetta útspil Garðabæjar og ekki síst tímasetningin á grein Sigmundar segir mér að Bjarni og Sigmundur og fleiri þungavigtarmenn hafi rætt málið og komist að samkomulagi. Þeir sem þurfa að kingja stoltinu eru Dagur B og Gunnar krati úr Hafnarfirði, sem hélt hann væri búinn að tryggja sér framtíðarvinnu við framkvæmdastjórn á uppbyggingunni við Hringbraut.  Núna er síðasti séns til að breyta staðarvali og spara ríkissjóði tugi milljarða. Þetta með uppnefnin er norðlenskur siður, ætti ekki að koma þér á óvart. Eða hvernig er lífið í lénsveldi Þorsteins Más?  Máttu nokkuð halla orði gagnvart honum eða hans lénsveldi?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.3.2016 kl. 17:44

7 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

SPEKINGAR SEM VITIÐ ALLT UM NYJANN LANDSPÍTALA- HAFIÐ ÞIÐ VERIÐ VEIKIR ÞAR- ÞURFT Á HJÁLP AÐ HALDA- VERIÐ SENDIR MILLI MÓTTTÖKU BORGARSPÍTALA OG LANDSPÍTALA- ÞURFT AÐ SKRA YKKUR INN- AFTUR OG AFTUR AF NEMUM- DAUÐVEIKIR LAGTÍMASJÚKLINGAR ?

 .ÞAÐ VEIT ENGINN UM SPÍTALAKERFIÐ HER NEMA SÁ SEM REYNT HEFURR.

Erla Magna Alexandersdóttir, 11.3.2016 kl. 20:15

8 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Læknamafían er búin að rústa heilbrigðiskerfinu.Hún vill bara hafa einn spítala á Íslandi og hann á að heita Háskólasjújkrahús, mafían vill  hafa hann við Hringbraut ,þótt við öllum blasi að það er næstversti staðurinn á Höfuðborgarsvæðinu til að hafa spítala.Hinn staðurinn sá versti er Grótta.Læknamafían vill hafa spítalann við Hringbraut vegna þess að þeir vilja fara labbandi í Háskóla íslands þegar þeir eru að kenna.Engan þarf að undra þótt Samfylkingin éti það upp sem heimskulegast er,en það er verra þegar menn sem hingað til hafa verið taldir með fulle fem,eru farnir að éta upp ruglið í Samfylkingunni.En maður verðu að vona að Kristján samherji hressist.Kanski dugir að Þorsteinn Már tali við hann undir fjögur augu.

Sigurgeir Jónsson, 11.3.2016 kl. 23:07

9 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og það er deginum ljósara að næsti forsætisráðherra verður ekki úr Samfylkingunni.Og ekki heldur frá vinstri grænum.Og ekki frá Pírötum ,því þeir segjast ekki hafa áhuga á þeirri stöðu.Hver skýldi þá vera líklegastur til að verða næsti forsætisráðherra.Sá heitir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hvort sem samfylkingin er búin að átta sig á því eða ekki.

Sigurgeir Jónsson, 11.3.2016 kl. 23:17

10 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Samfylkingin berst nú fyrir lífi sínu.Dauðastriðið er átakanlegt.Óvíst er hvað það tekur langan tíma.Trúlega munu einhverjir taka af skarið og taka þær leiðslur úr sambandi sem heldur þessu dauðastríði gangandi.Fyrrverandi formenn Samfylkingarinnar eru líklegastir til þess.Einn fyrrverandi formaður hefur tjáð sig um hugsanlegan næsta formann Samfylkigarinnar.Sá fyrrverandi formaður skilur að þessu er lokið.Blessuð sé minning Samfylkingarinnar.Hún hélt sig vera stofnuð af hugsjónum, en var frá uppghafi bara ruglið eitt.

Sigurgeir Jónsson, 12.3.2016 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband