Nú fer að reyna á Pírata.

Nokkur hiti virðist hlaupinn í Pírata samkvæmt frétt Eyjunnar. Erna Ýr Öldudóttir formaður framkvæmdaráðs Pírata segir á Pírata-spjallinu að óþolandi sé að þingmaður láti endurtekið titla sig sem leiðtoga, formann, eða kaptein flokksins þegar hann er það ekki og það án þess að fá umboð frá félagsmönnum. Á Erna Ýr við Birgittu Jónsdóttir og segir þessa framsetningu vera óheiðarlega gagnvart kjósendum. Erna Ýr segir:

http://www.dv.is/frettir/2016/2/23/birgitta-sar-thetta-eilifa-nidur-byrjad-ad-hafa-djupstaed-ahrif/

_______________

Það fer ekki framhjá nokkrum manni að það er farið að reyna á þann hóp sem stendur að Pírötum.

Fram að þessu hefur þessi hópur ekki þurft að gera neitt annað en hafa skemmtilegar og ábyrgðarlitlar skoðanir á nokkrum málum.

En nú er farið að reyna á samstöðuna og auðvitað má strax sjá að þetta er sundurleitur hópur með margar skoðanir.

Mótuð stefna er ekki til og hver og einn hefur sínar meiningar.

Píratar eru stjórnleysishópur sem ögrar samfélaginu og þetta er ekki nýtt í sögunni. Þeir ætla ekki að hafa skoðun fyrir sig en sækja álit og leiðir til fólksins í landinu. Hætt við að þau álit og leiðir verði margar og ólíkar.

Á næstunni kemur í ljós hvort  þessi hópur hefur  samstöðu og þrek til að stjórna þjóðfélagi með árangri.

Nú er farið að krauma undir niðri og kannski ekki undarlegt, þarna eru innanborðs margir sem eru þekktir að því að fara eigin leiðir og hafa rekist illa í flokkum og hópum.

Næstu mánuði fer að reyna á það hvort Píratar geti sýnt það að þeir ráði við að vinna sem heildstæður hópur með ákveðnar og mótaðar skoðanir.

Það örlar þegar á að það verði erfitt.

Nú fer fyrir alvöru að reyna á það hvort Píratar eru vænlegt stjórnmálaafl eða bara slatti af einstaklingum hver með sína skoðun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Óttalega er þetta nú klént hjá þér Jón, Þín aðferð á blogginu virðist byggjast á því að búa til ágreining þar sem enginn slíkur er til. En að láta hafa sig út í skítkast sem byggir á ómerkilegum aðferðum spunameistara Framsóknar er það lægsta sem hægt er að hafa sig út í.  Það hefur greinilega farið fram hjá þér hvers lags blaðamennska er stunduð hjá Vefpressunni og DV, sem allt er í óbeinni eign flokkseigendafélags Framsóknarflokksins.  Farðu aftur á hlekkinn sem þú ert að vísa í og þar sérðu að fréttin ef frétt skyldi kalla er byggð á annarri frétt ef frétt skyldi kalla hjá öðrum miðli í eigu sama framsóknarmanns sem sölsaði undir sig DV í formi óvinsamlegrar yfirtöku.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 23.2.2016 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband