Er Vigdís Hauksdóttir á undanþágu frá almennu siðferði ?

Vigdís hefur undanfarið ítrekað sakað starfsmenn ráðuneytisins um að hafa falsað skjöl í tíð síðustu ríkisstjórnar. Í viðtali við útvarpsþáttinn Í Bítið á Bylgjunni í morgun sýndi Vigdís þáttastjórnendum eintak sitt af samningi frá árinu 2009 sem tengist endurreisn Landsbankans og sagðist telja að ákvæði hefði verið útmáð þaðan.

________________

Almennt gilda siðferðisreglur á Íslandi.

Það er t.d. ekki hægt að ásaka fólk um lögbrot og aðra ljóta siði án þess að þurfa að standa fyrir svörum með slíkt.

En Vigdís Hauksdóttir virðist á undanþágu.

Hún mætir ítrekað í fjölmiðla og dreifir drullunni í kringum sig.

Hún hikar ekki við að ásaka fólk um lögbrot og annað ámóta án nokkurra raka.

Og kemst upp með það.

Fólk horfir þreytulega hvert á annað og hugsar og segir, æ, æ , þetta er bara Vigdís Hauks.

En á það að vera þannig að þingmenn geti í skjóli stöðu sinnar ráðist að saklausu fólki með ýmiskonar ásökunum.

Að mínu mati ekki...en Vigdís Hauksdóttir virðist á undanþágu frá almennum leikreglum og siðferði í þjóðfélaginu.

Væri ekki ráð að forustumenn Framsókarflokksins axli ábyrgð á þessum þingmanni og komi á hann siðferðirböndum ?

Ég held það bara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband