6.2.2016 | 17:48
Ætlum við að eyðileggja Wathnehúsið ?
Nú eru bráðum liðin 14 ár frá því Wathnehúsinu var bjargað frá niðurrifi.
Því var komið fyrir til bráðabirgða á Krókeyri og þar hefur það verið síðan.
2006 skrifað ég pistil fyrir kosingarnar 2006 þar sem ég velti upp hugmyndum um framtíð hússins.
( klikkið á slóðina )
Það var í framhaldi af deiliskipulagsvinnu þar sem mörkuð var sú stefna að á Krókeyri yrði byggt upp safnasvæði. Samkvæmt þessu skipulagi reis þarna Mótorhjólasafnið sem er til sóma þarna. Fyrir er Iðnaðarsafnið sem býr við þröngt húsnæði og þyrfti enn meira til að geta þróað sig áfram.
Það var gert ráð fyrir í þeim hugmyndum sem þá láu fyrir að Wathnehúsið og Gæruhúsið sem þá var geymt á Naustum yrðu hluti af þessu safnasvæði.
Nú er Gæruhúsið risið á Siglufiði og ekkert verður því að því að þetta merkilega hús verði hluti af Innbænum og safnasvæðinu.
Sagt var frá því í Mogganum 2002 að stofnuð hefðu verið samtök til bjargar húsinu. Það tókst en síðan hefur ekkert gerst. Tómlæti hefur oft einkennt okkur Akureyringa þegar kemur að uppbyggingu og að koma hugmyndum í framkvæmd. Sveitarfélagið sýnir ofast tómlæti þegar hugmyndasmiðir mæta til leiks. Akureyrarbær kom þó að stofnun Mótorhjólasafnsins að litlu leiti en það var samt sem áður afrakstur duglegra og áhugsamra manna.
( klikkið á slóðina )
Fleiri hugmyndir hafa verið settar fram um staðsetningu hússins.
( klikkið á slóðina )
Og ennþá stendur Wathehúsið á planinu norðan við Iðnaðarsafnið og ekkert gerist. Með þessu áframhaldi fer húsið annað eins og Gæruhúsið eða einhver vaknar og heldur áfram með uppbyggingu safnasvæðisins. Auðvitað ætti Akureyrarbær að koma að því með reisn því hvað er dýrmætara fyrir bæ í uppbyggingu að þar sé eitthvað áhugavert fyrir ferðamenn til að skoða.
Við verðum að stuðla að því að þetta merkilega hús eyðileggist ekki.
Ræs Akureyringar, við töpuðum Gæruhúsinu vegna tómlætis, við gerum okkur ekki sek um að láta eins fara með Wathnehúsið.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jón Ingi, takk fyrir. Þetta er algjört tómlæti og þannig töpuðum við salthúsinu sem lengst af stóð á Akureyri en var flutt til Siglufjarðar með 20 miljónum sem hefðu nýst vel til að reisa það við Iðnaðarsafnið Þar ætti að reisa og gera upp Vatnehúsið. Við töpuðum einnig nýlega bátavélasafni Þórhallar Matthíassonar á sl. ári. Nægir peningar virðast vera til að vernda hús bendi á apótekið sem verið er að gera upp og kostar trúlega 200 miljónir. Um tíma var rætt um að Vatnhúsið færi til Nökkva en ég held að það sé ekki lengur inn í myndinni. Einnig voru raddir um að nota húsið fyrir sjóminjasafn en ekkert hefur miðað í því máli að ég best veit. Það sem mér sárnar verulega er að í minjaverndarlögum eru aðeins fáen orð um skip og verndun þeirra meðan margar blaðsíður eru um verndun húsa og skrá er yfir hús á Akureyri sem eru í verndunnarflokki þar er ekki Vatnehúsið sem er 120 ára gamalt. Látum ekki ræna þessu húsi af okkur eins og salthúsinu!
Þorsteinn Pétursson (IP-tala skráð) 7.2.2016 kl. 13:39
Mér er að verða það illskiljanlegt hvað þjáir okkur Akureyringa. Við viljum vera ferðamannaparadís en samt vinnu við ekkert í að kynna náttúru bæjarins, byggja upp menningarverðmæti eða halda úti Náttúrsafni m.a.
Tómlæti og áhugaleysi er sennilega ástæðan og þegar við skoðum það sem vel hefur verið gert þá eru það einstaklingar sem hafa bjargað hér menningarverðmætunum t.d. Húna II og mörgum gömlum og merkilegum húsum. Við viljum frekar virkja í Glerárdalnum og eyðileggja Glerárgilið frekar en láta önnur sjónarmið ráða.
Tómlæti og skammsýni opinberra aðila er sennilega málið.
Jón Ingi Cæsarsson, 8.2.2016 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.