Enn er sparkað í landsmenn.

2016 lambalæriSíðustu ár hefur verð á matvöru verið 20-27% hærra á Íslandi en meðalverð í Evrópusambandinu. Í skýrslu Bændasamtakanna um matvöruverð á Íslandi segir að hagstæð gengisþróun hafi ekki skilað sér til neytenda. Þrátt fyrir að gengi krónunnar hafi styrkst frá ársbyrjun 2011 til 2014 hafi það ekki birst í smásöluverði og vísbendingar séu um að álagning birgja og dagvöruverslana hafi hækkað.

_____________

Það er margra ára hefð fyrir því að neytendur á Íslandi séu fórnarlömb stjórnarstefnu íhaldsflokkanna og óskilgreindra milliliða.

Eins og vanalega skilar eitthvað hagstætt sér ekki til neytenda, það hverfur einhversstaðar í milliliðafrumskóginum.

Hagstæð gengisþróun skilar sér ekki til neytenda segja Bændasamtökin.

Hvernig má það vera, eru ríkisstjórarflokkarnir ekki nýbúnir að hækka virðisaukaskatt á matvæli ?

Er ekki hefð fyrir því að gengisþrónun skilar sér bara skili hún milliliðum  meiri fjármunum í vasann ?

Að matvælaverð sé 30% hærra en í nágrannalöndum er auðvitað skelfileg staðreynd.

Auk þess eru laun lægri á Íslandi en í öllum nágrannaríkjum.

Ísland er í reynd eins og þróunarríki við hlið nágranna sinna.

Kannski var það bara arfaslæm hugmynd að taka sér sjálfstæði frá Danmörku árið 1944 ?

Hvernig væri staða landsmanna ef það hefði ekki verið gert ?

Maður bara segir svona.   foot-in-mouth

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband