Reynt að snúa umræðu um grundvallaratriði í þras um tölur.

Stærðfræðing­ur­inn og sam­fé­lagsrýn­ir­inn Pawel Bartoszek seg­ir að töl­urn­ar sem Kári Stef­áns­son noti í und­ir­skrifta­söfn­un sinni til end­ur­reisn­ar heil­brigðis­kerf­is­ins séu ekki rétt­ar

_____________

Hér reynir stærðfræðingur að snúa umræðu um grundvallaratriði í þras um stærðfræðiformmúlur.

Að mínu viti snýst þessi undirskriftasöfnun um að finna " stærðfræðilega " rétta tölu heldur snýst þetta um grundvallaratriði.

Heilbrigðiskerfið er svelt og núverandi stjórnvöld eru að stórskaða það með allt of litlum fjárframlögum.

Hvort það eru 10%, 11% eða eitthvað allt annað skiptir ekki máli.

Það er verið að vekja athygli á að þjóðin og ráðamenn eru á öndverðum meiði svo um munar.

Tugir þúsunda eru að segja skoðun sína á ríkisstjórninni og stjórnarflokkunum og með hvaða hætti þeir halda á heilbrigðismálum.

Pavel getur tekið sig og reiknað þetta út með stærðfræðilegri nákvæmni, enda stærðfræðingur.

En hann hefur ekki komið auga á inntak og tilgang þessarar undirskriftasöfnunar, enda stærðfræðingur.

 


mbl.is Pawel segir tölur Kára ekki réttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvað kostar ein "ókeypis" kynskiptiaðgerð á þjóðarsjúkrahúsinu? Líklega getur Kári Stefánsson ekki svarað því hvað "fríkeypis" breytingarnar og tilheyrandi skurðstofuföndur kostar, fyrir fársjúka, fátæka, heilbrigðisþjónustusvikna og skattgreiðandi einstaklinga?

Ég vorkenni Kára Stefánssyni, að vera kominn í þessa óverjandi varnarstöðu, þegar kemur að réttlætanlegri forgangsröðun á Háskóla-tilraunasjúkrahúsinu tilvonandi.

Það verður fundur í Norræna húsinu þann 28 janúar kl. 20.00, sem ber yfirskriftina: Varúð TISA. Þangað ættu sem flestir að reyna að mæta, og ekki síst Kári Stefánsson.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.1.2016 kl. 21:10

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Staðhæfingin um að heilbrigðiskerfið sé svelt er rökstudd með tölulegum samanburði við önnur lönd. Þú virðist hins vegar trúa því, að ef í ljós kemur, að rökstuðningur manns fyrir skoðun hans sé rangur, sé skoðunin engu að síður rétt, bara svo framarlega að hægt sé að nota hana til að hnýta í pólitíska andstæðinga þína.

Þorsteinn Siglaugsson, 25.1.2016 kl. 21:11

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Kári Stefánsson er lygalaupur og loddari.Hann laug De Code inn á þjóðina og hafði af hennistórfé og hagnaðist sjálfur.Hann hefur ekki enn borgað það til baka.Ellilífeyrisþegar sem höfðu nurlað saman einhverjeum krónum glöptust af þessum manni.Hann er eins og samfylkingarliðið.Loddari og blekkir fólk.Þu átt ekki að nota hann sem fyirmynd eins og þú virðist gera Jón.

Sigurgeir Jónsson, 25.1.2016 kl. 21:23

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er ekki langt síðan Pawel Bartoszek var helsta vonarstjarna LANDRÁÐAFYLKINGARINNAR og var lofaður í bak og fyrir af fótgöngliðum flokksins, eins og þér,en nú er öldin önnur.  Hvað hefur breyst?

Jóhann Elíasson, 25.1.2016 kl. 21:53

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jóhann. Allir hafa sem betur fer leyfi til að skipta um skoðun, ef lærdómur og nýjar upplýsingar opna augu fólks fyrir einhverju.

Það er mikið þroskamerki að þora að viðurkenna mistök.

Og skipta þar af leiðandi um skoðun samkvæmt nýrri þekkingu. Um þá þroskaþróun snýst í rauninni lífsins skóli. Þ.e.a.s. að viðurkenna mistök, og þora að viðurkenna endurskoðaða sýn og óhjákvæmilega þroskaferlið sem fylgir lífinu hjá öllum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.1.2016 kl. 00:16

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er þessi Pawel ekki í Sjálfstæðisflokknum?

Guðmundur Ásgeirsson, 26.1.2016 kl. 00:18

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Jóhann Elíasson er eitthvað að ruglast í ríminu, örugglega viljandi.  cool

Jón Ingi Cæsarsson, 26.1.2016 kl. 12:09

8 identicon

Jóhann leitar uppi greinar til að finna ástæðu til að uppnefna Samfylkingarfólk, það er hans ær og kýr, en ef ég man rétt að þá er Pawel vonarstjarna Jóhanns og félaga í SjálfstæðisFLokknum.

Ps: Hvað er þetta TISA Anna Sigríður..?

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 26.1.2016 kl. 12:21

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Helgi Jónsson (IP-tala skráð). Ég veit ekki nógu mikið um þetta TISA, og þess vegna finnst mér mikilvægt að fræða mig og aðra um þetta TISA. Það fer lítið fyrir opinberum fréttum um þetta TISA. Það ætti að vekja alla til umhugsunar um, hversu mikil þöggun er um þetta TISA.

Guðmundur Ásgeirsson er með slóð hér að ofan, sem ég og fleiri ættum að veita athygli.

Fundur í Norræna húsinu er víst ætlaður sem fræðslufundur, þann 28 janúar kl. 20. Heyrði einhversstaðar að hægt væri að fylgjast beint með fundinum á vef Norræna hússins. Veit ekki hvort það eru réttar upplýsingar, en ef einhverjir komast ekki á fundinn þá væri gott ef það væri rétt.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.1.2016 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband