Það er að gliðna á milli stjórnarflokkanna.

2016 bb og sdg"Popúlistaflokkar í Evrópu byggja flestir á þjóðrembingi langt til hægri og svo einstökum afmörkuðum yfirboðum til vinstri í þeim tilgangi að ná jaðarfylgi frá sósíaldemókrötum. Framsókn hefur í flestum meginatriðum fylgt þessari formúlu."

__________________

Þorsteinn Pálsson fjallar um vaxandi pirring á milli stjórnarflokkanna í pistli á Hringbraut.

Það er ekki annað hægt en vera sammála þeirri greiningu Þorsteins að pirringur fer vaxandi og óþolinmæði er farið að gæta með áberandi hætti.

Stórt og áberandi er að Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að styðja húsnæðsfrumvörp Framsóknar og ljóst að þau verkefni nálgast eindaga.

Verðtryggingarloforð Framsóknar er úr sögunni, ljóst að þeir fá ekki stuðning Sjálfstæðisflokksins til þess að afnema verðbætur, ef þeim var nokkurn tíman alvara með þeim áætlunum.

SDG er hættur að tala um landsmálin og verkstýrir engu.

Hann reynir að gera sig gildandi með því að tala um gömul hús og skipulag í Reykjavík, það hlýtur að vera erfitt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að sitja uppi með ráðvilltan og verklausan verkstjóra.

Það pirrar örugglega.

Það styttist í að Framsókn birti ný og krassandi kosningaloforð og flestir eru næsta vissir um að þeir ætli að keyra á poppulisma og kynþáttamálum.

Sjáum hvað setur með það.

Sjálfstæðisflokkurinn er greinilega farinn að pirra Framsóknarþingmenn með frjálshyggju, einkavæðingar og einkavinavæðingu.

Núningurinn eykst með hverri viku.

Þorsteinn Pálsson er næmur greinandi og það fer ekki á milli mála að hann hefur rétt fyrir sér.

Nú er að sjá hvort þetta heldur út kjörtímabilið.

Að mínu mati gerir það það, hagmunagæslan er báðum þessum flokkum mikilvægari en að standa á prinsipmálum.

En hvort þeir ná saman næst er mér til efs, enda ekki líklegt að þeir nái meirihluta til að mynda nýja ríkisstjórn, hvað þá að þeir geti sameinast um málefni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband