Biskup Íslands í ruglinu.

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, telur óeðlilegt ef næsti forseti landsins verði ekki kristinnar trúar og skráður utan þjóðkirkjunnar. Í samtali við Kjarnann segir hún byggja skoðun sína á ákvæðum í stjórnarskrá um að ríkisvaldið skuli styðja og vernda þjóðkirkjunna og litið sé á forsetann sem verndara hennar.

______________

Forpokuð og afturhaldssöm viðhorf biskups Íslands hafa vakið athygli.

Að hennar mati er það fullkomin nauðsyn að forseti Íslands sé kristinn og skráður í þjóðkirkjuna.

Það er sorglegt að sjá slíka fordóma hjá æðsta manni kirkjunnar á Íslandi.

Auðvitað hefur það ekkert að gera með trúarbrögð, hversu hæfur einstaklingur getur verið að gegna embætti forseta Íslands.

Væntanlega þekkja allir einhvern sem uppfyllir það án þess að vera endilega í kirkju biskupsins.

Næst gætum við séð þá skoðun biskups að svartir, gulir, samkynhneigðir, ofvirkir og margir fleiri séu kirkjunni ekki þóknanlegir sem forseti.

Sorglegt að sjá þessar skoðanir kirkju 75 % landsmanna, hvað með þessa 25 % sem uppfylla ekki skilyrði biskups fyrir forsetaembætti. ?

Eru þeir bara fordæmdir og óhæfir ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Fékk Ólafur Ragnar ekki að sverja eið við drengskap sinn þegar hann gerðist alþingismaður af þvi hann trúði ekki á Biblíuna og Guð?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.1.2016 kl. 15:55

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

ÆTTUM VIÐ KANNSKI AÐ ÓSKA EFTIR MÚSLIMA ? ÞAÐ VÆRI HJÁLP VIÐ BYGGINGU MOSKUNNAR- KONURNAR HEIMA- KALLARNIR ÚT AÐ BAULA !

Erla Magna Alexandersdóttir, 8.1.2016 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband