Sjálfstæðisflokkurinn segir upp stuðningi við forsetann.

„Kommon- hann er að benda á að þetta hangir allt saman. ÓRG ætti amk að þurrka kavíarinn úr munnvikunum.“ Gísli segir fagnaðarefni að ráðamenn segi hug sinn skýrt, fjármunir eru takmarkaðir og það þarf að forgangsraða.

Forsetinn er refur.

Hann komst til valda m.a. vegna afgerandi stuðnings vinstri manna og félagshyggjufólks í upphafi.

Fortíð hans í Framsókn og Alþýðubandalaginu hjálpaði til.

Síðan kom hrunið og ÓRG söðlaði um og hélt embætti með afgerandi stuðningi hægri manna og Sjálfstæðisflokksins.

Nú virðist vik á milli vina á ný og Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera að segja upp stuðningi við forseta.

Hann mun sennilega ekki geta treyst á stuðning hægri manna og Sjálfstæðisflokksins áfram, en gamlir Framsóknarmenn munu sennilega halda haus.

Þá er næsta spurning, til hvaða hópa ætlar ÓRG að höfða til að tryggja sér áframhaldandi stuðning til embættis ?

Að hann skuli mæta til að afhenda neyðarframlög á kostnað annarra vekur athygli, honum tókst að ganga fram af hægri íhaldsmönnum með afgerandi hætti, sem í reynd er ekkert undarlegt, smekklítið af forsetahjónum að mæta til þessara verka með svona hætti.

Fólk sem á milljarða gerir sig sekt um sýndarmennsku á háu stigi, svo vægt sé til orða tekið, að mínu mati.

Ekki það að málefnið sé gott... en..

Ef forsetanum væri alvara þá mundi hann setja nokkra tugi milljóna í þessi verkefni ( án þess að láta þess getið ) og léti öðrum eftir að koma þeim til skila. En hvað gerir maður ekki þegar þarf að safna sér stuðnings til framtíðar.

En það er ekki of seint að gera það svona utan dagskrár og ég veit að þau hjónin hafa efni á því.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband