Forsætisráðherra staðráðinn í að gera ekkert fyrir þá verst settu.

Við ætlum ekki að bjóða neitt, ekkert! Stjórnarandstaðan getur talað hér þangað til að hún hefur fengið nóg. Þangað til að hún hefur sett nógu rækilegt Íslandsmet í málþófi,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á Alþingi í dag í umræðum um atkvæðagreiðslu um kvöldfund. Sagði hann stjórnarandstöðuþingmenn hafa kallað eftir fundi þar sem stjórnarliðar ættu að upplýsa hvað þeir ætluðu að bjóða stjórnarandstöðunni fyrir að hætta umræðum um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Það væri hins vegar ekki í boði.

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs er staðráðin í að níðast á öldruðum og öryrkjum.

Það er óþægileg tilfinning að finnast stjórnmálamenn illa innrættir.

Það er tilfinning sem leitar sterkt á mann þegar maður hlustar á forsætisráðherra og formann fjárlaganefndar.

En væntanlega munu kjósendur refsa þeim innan tveggja ára og sparka þeim út í hafsauga og sjá til þess að þau skaði ekki íslensk stjórnmál aftur.

Sorglegt að hlusta á þessa svokölluðu stjórnmálamenn sem kosnir voru í góðri trú en reyndust svo vera ómerkingar orða sinna.


mbl.is „Við ætlum ekki að bjóða neitt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Menn sem svelta þá sem komu löppunum undir efnahag Íslendinga eru glæpamenn.

 Þeir sem nú njóta vinnu þeirra eru ekki þess virði að vera á  ALÞINGI ALMENNONGS Á ÍSLANDI

Erla Magna Alexandersdóttir, 14.12.2015 kl. 20:39

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

AFSAKIÐ- EG Á EKKI GLERAUGU---

Erla Magna Alexandersdóttir, 14.12.2015 kl. 20:40

3 identicon

Hefur þessi ríkisstjórn ekkert gert fyri þá verst settu?  Getur þú staðið við þessa fullyrðingu? Getur þú sýnt fram á hana?  Ríkisreikningur og fjárlagafrumvarpið segir allt aðra sögu en það eru auðvitað engar heimildir í samanburði við upphrópanir eins og þessar hér að ofan og hinnar vönduðu stjórnarandstöðu. Hvernig væri nú Jón að þú stilltir upp fjárhæðum sem er varið  í þessa liði núna og í samanburði við upphæðir sem síðasta ríkisstjórn setti í sömu liði.  Væri það ekki heiðarlegt?  Eitt eruð þið vinstri menn góðir í það er að búa til hávaða byggðan á ekki neinu.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 14.12.2015 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband