Bjáni.

Fyrir okkur sem erum andvíg hvalveiðum við Ísland eru sendingar eins og Watson til mikils tjóns. Svona öfgamenn gera ekkert annað en bæta í vilja Íslendinga að standa upp í hárinu á svona liði. Með rólegheitum og réttum aðferðum er ég sannfærður um að við hættum hvalveiðum endanlega og hugarfarið mun breytast.

Svona öfgamenn sem þykjast vera að vinna að góðum málstað eru því okkur sem raunverulega viljum vinna því fylgi að hætta öllu slíku og láta náttúruna njóta vafans til mikils tjóns. Menn sem halda að ofbeldi og þvinganir bíti á íslendinga eru illa upplýstir og þekkja ekki land og þjóð. Ég er sammála Árna Finnssyni að enginn maður hefur gert Hvali hf og hinum öfgafulla forstjóra þess fyrirtækis jafn mikinn greiða og Watson gerði þegar hann sökkti hvalbátunum um árið. Vertu heima Paul Watson og láttu okkur um þetta sjálf.


mbl.is Við erum tilbúnir til að hætta lífinu til að stöðva hvalveiðar Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þessi öfgamaður ætti að vera heima hjá sér eða alla vega hefur maður stundum á tilfinningunni að svona náungi ætti ekki að ganga laus fremur en snaróður maður.

Ekkert skaðaði jafnmikið málstað þeirra sem vilja fremur friða hvali og hafa öðru vísi nýtingu á þeim en veiða en þegar þessi náungi sökkti hvalveiðiskipunum og stórskemmdi hvalveiðistöðina sem vel mætti nýta sem safn um sögu veiðanna.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 20.5.2007 kl. 17:15

2 identicon

Heyr heyr

Kolbrún (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 18:43

3 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Það vita allir sem vinna að náttúruvernd (sérstaklega hvalavernd) að Watson er ekki alveg heill á geðsmunum. Hann er hinsvegar hörku duglegur enda rekinn áfram af eigin egoisma. Slíkir menn geta verið stór hættulegir ef þeir hafa völd og peninga. Það er sorglegt að sjá hvernig íslenska þjóðin lætur Kristján Loftsson ganga yfir sig á skítugum skónum aftur og aftur. En Kristján veit uppá hár hvernig hann á að fá stráka í víkingaham og virkja í þeim þjóðernisstoltið. Hættulegir menn leynast víða, því miður. Þetta er bara allt hið sorglegasta mál og getur reynst okkur kostnaðarsamt.

Vilhelmina af Ugglas, 20.5.2007 kl. 20:35

4 Smámynd: Helgi Már Barðason

Hjartanlega sammála þér, Jón Ingi.

Helgi Már Barðason, 20.5.2007 kl. 20:39

5 identicon

Skrítið fyrir okkur sem höfum svona einfaldaða og einhliða mynd af Paul þessum Watson að upplifa það hvaða viðhorf eru til hans í Vestur-Kanada og Westur-fylkjum Bandaríkjanna.  Hann er í dag ekki álitinn "skæruliði" eða samskonar öfgamaður og kynntur er fyrir okkur Íslendingum í fjölmiðlum og áróðri.   Jafnvel nýtur hann ákveðinnar virðingar hægfara og frjálslyndra afla  - sem hafa fyrir löngu viðurkennt mikilvægi umhverfismála.  Jarðgerð úr lífrænum úrgangi og skolphreinsun er t.d. búin að vera lögskylduð viðfangsefni í 10 ár eða meira í fylkjunum við Kyrrahafið - og þangað getum við sótt bæði viðhorf og búnað.   Mér var það t.d ótrúlega mikið sjokk að verða vitni að því hvernig Paul Watson bitaði félaga mína Íslenska á opnum fundi um nýtingu sjávar-auðlinda/stofna veturinn 1993 - í Vancouver.    Á þeim tíma stóð Watson karlinn í alls konar mótmælum og aðgerðum gegn hrein-fellingu skóga (clear-cut-logging) - sem nú er fyrir löngu orðin bönnuð í villtum skógum Ameríku.

Það er ágætur lærdómur fyrir okkur að hlusta á það sem Paul Watson segir fsjálfur remur en að bergmála áróðursvitleysuna úr okkar eigin fjölmiðlum eða frá þröngsýnustu hagsmunaaðilum - og stórkapítali.    Kallinn hefur víða haft mikið til síns máls sýnist mér - og viðhorf til umhverfismála er gerbreytt - meira að segja viðurkennt forgangsmál stjórnvalda í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi og Kanada (meira að segja hjá hægri mönnum).   Við þurfum ekki endilega að vera sammála aðferðum kallsins - en hann gæti samt verið að glíma við mikilvægar spurnignar - sem við hin þurfum að svara með öðru en skætingi

Benedikt Sigurðarson (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 818825

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband