Koma böndum á Fallorku og fleiri. Skynsamir Eyfirðingar.

Fréttastofa greindi frá því í vor að fyrirtækið sem er þýskt, hafi átt í viðræðum við sveitarfélög og fleiri um uppbyggingu vindorkugarða. Rangárþing ytra undirritaði viljayfirlýsingu ásamt fyrirtækinu og slíkt hið sama gerði fyrirtækið Fallorka á Akureyri, um byggingu vindmyllugarðs í Eyjafirði.

_____________

Sannarlega er það skynsamleg og ánægjuleg niðurstaða Eyjafjarðarsveitar að hafna vindorkugörðum í þröngum Eyjafirðinum.

Því miður höfðu sveitarstjórnarmenn á Akureyri ekki það bein í nefinu að hafna smávirkjun Fallorku í Glerárdal, þar sem meiri hagsmunir framtíðarkynslóðanna viku fyrir skammtímasjónarmiðum sjálfhverfs smáfyrirtækis.

Það er þó bakkað upp af Norðurorku sem er í 100% eigu Akureyrarbæjar.

Þetta sama fyrirtæki á virkjun í Glerárgili neðra og í allt sumar hefur vatn runnið hjá þeirri virkjun án nokkurrar raforkuframleiðslu.

Þeir eru nú varla í miklu spreng vegna orkuskorts eins og þeir gjarnan halda fram ef þarf að selja sveitarstjórarmönnum hugmyndir úr þeirra ranni.

Hugmyndir um 120 metra á vindorkumöstur í Eyjafirði, tala nú ekki um Eyjafjarðarsveit, eru fullkomlega galnar þegar horft er til hagsmuna íbúa og byggðarinnar í Eyjafirði.

Að fyrirtæki hafi yfir höfuð látið sér detta þetta í hug lýsir því vel hversu þröngsýn og sjálfhverf þau eru.

En Eyfirðingar hafa nú stöðvað þessa gölnu hugmyndir.

Heill sé þeim og til hamingju.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 820267

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband