Ömurlegur Landsbanki Íslands.

Landsbankinn og Sparisjóður Norðlendinga voru sameinaðir í byrjun september. Sparisjóðurinn hefur rekið hraðbanka í Hrísey undanfarin ár. Í þessari viku var hengd upp tilkynning frá Landsbankanum í eynni þar sem fram kemur að hraðbankanum verði lokað. Ástæðan er sögð sú að hann sé komin til ára sinna og eftir að hafa kannað nýtinguna hafi verið ákveðið að endurnýja hann ekki. Hríseyingar eru ósáttir við þessa ákvörðun og mótmæla henni.

Landsbanki Íslands, þið vitið, þessi sem við landsmenn eigum saman, er ömurleg stofnun að mörgu leiti.

Ótrúlega oft hefur þessi banki komið við sögu þegar á að draga úr þjónustu við bæjarfélög og einstaklinga.

Að mínu mati leggjast þeir æði lágt þegar þeir ætla að fjarlægja eina aðgengi heima og ferðamanna í Hrísey að reiðufé.

Þetta ber vott um vonda, ferkantaða stjórnun, sem ber þessari stofnun ljótt vitni.

Maður veltir fyrir sér stjórnun sem kemst að svona niðurstöðu.

Fjárhagslega skiptir þetta þá engu máli með sína tuttugu milljarða í hagnað.

Það er ekkert annað hægt að gera en lýsa frati á svona smásálarhátt eins og stjórnendur ríkisbankans gera sig seka um í þessu tilfelli.

Það er ekki hægt að sjá að ríkisbanki sé nokkuð betri kostur en einkabanki þegar upp er staðið, eða hvað ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818826

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband