Íslendingar blæða fyrir ónýta, stefnulausa stjórnmálamenn.

Jón Þorvaldur Heiðarsson lektor skrifa vegna þessa: „Hér með skora ég á allt landsbyggðafólk. Pælið í þessu frá ykkar hagsmunum. Það þarf háa vexti til að hemja þenslu og fjárfestingaræði. Það þarf lága vexti til að örva fjárfestingar. Það hefur ekki verið þensla í nokkurri landsbyggð svo heitið getur síðustu þrjá áratugi. Þurfum við því hávaxtamynt? Nei, öðru nær, við þurfum lága vexti.“

Ónýti gjaldmillinn sem enginn vill nota eða sjá er framtíðarsýn stórnarflokkanna.

Framsóknarmönnum og Sjálfstæðismönnum finnst frábært að hafa mynt sem hægt er að fella og hækka að vild, allt eftir hagsmunum þeirra skjólstæðinga.

Þeir sem aldrei græða á þessari handónýtu mynt eru óbreyttir neytendur og fjölskyldurnar í landinu.

Ef það hentar útflutningsgreinum þá bara fella þeir gengið með tilheyrandi hamförum í fjármálum heimilanna.

Það finnst þeim alveg frábært.

Að þessir flokkar hafi einhverja aðra framtíðarsýn er ekki.

Verðtryggingin tryggir að það eru fyrst og fremst almennir neytendur og lántakendur sem tapa.

Það er ekki verið að hugsa til framtíðar, það er bara verið að pæla í núinu og hvað hentar best fyrir þeirra skjólstæðinga.

Skítt með almenning og heimilin.

Og svo kjósum við þessa flokka aftur og aftur til valda, sem tryggir áfram stefnuleysi og óáran fyrir fólki í landinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það eru kommúnistar sem hér hafa verið hér mest til óþurftar síðan að Danskir kóngar hættu að plaga okkur.

Hrólfur Þ Hraundal, 2.11.2015 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband