Þjóðsagan um hreina landbúnaðinn á Íslandi.

Í ít­ar­legri sam­an­tekt af málþing­inu, sem finna má á vef FA, kem­ur fram að Bergþór Magnús­son, lög­fræðing­ur á viðskipta­sviði ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, hafi nefnt sem dæmi um hnökr­ana að sótt hefði verið um leyfi fyr­ir ís­lenskt lamba­kjöt til að reyna að koma því á markað í Kína, en treg­lega hefði gengið að fá það samþykkt. Kín­versk stjórn­völd hefðu áhyggj­ur af riðuveiki í sauðfé. Íslensk stjórn­völd hefðu bent á að riðuveiki væri nán­ast úr sög­unni, en það hefði spillt fyr­ir að riðuveikitil­felli hefðu komið upp á ný fyrr á þessu ári eft­ir nokk­urra ára hlé.

 

Hversu oft er ekki búið að segja okkur að landbúnaðarvörur frá Íslandi séu þær bestu í heimi.

Stundum skiljum við ekki af hverju gengur svona treglega að láta útlendinga átta sig á hvað íslenska lambakjötið er frábært.

Það er því svolítill bömmer að sjá að sýkt sauðfé á Íslandi komi í veg fyrir að útlendingar kæri sig um lambakjötið okkar frábæra.

Þeir vilja ekki kaupa kjöt frá riðulandi.

Kannski er margumræddur hreinleiki í landbúnaði á Íslandi eins mikill sannleikur eins og sumir halda fram.

Í það minnsta eru sjúkdómar í landbúnaði á Íslandi að koma í veg fyrir útflutning til lands sem miklar vonir voru bundnar við.

Nú súpum við sama seiðið og stjórnvöld hér á landi beita til að koma í veg fyrir að neytendur á Íslandi fái aðgang að ódýrari landbúnaðarvörum.

Og vafalaust þykir öllum Framsóknarmönnum þessa lands þetta voðalega ósanngjarnt.

Að þeirra mati eru sjúkdómarnir bara í útlöndum.

Stjórnvöld á Íslandi eru nefnilega tækifærissinnar þegar þeir verja hagsmuni sumra hópa hér á landi.


mbl.is Riðuveiki á Íslandi stendur í Kínverjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælir. Bara að árétta að þrátt fyrir að sjúkdómar í búfé hér séu færri en víða annars staðar, þá eru þeir til ... en semsagt færri en víðast. Til viðbótar er sýklalyfjagjöf hér með því allra minnsta sem þekkist samkvæmt Lyfjastofnun Evrópu og lesa má hér https://www.bbl.is/frettir/frettir/island-og-noregur-nota-minnst-af-syklalyfjum-i-dyraeldi/14811/ en ofnotkun á slíkum lyfjum getur haft margvíslegar og slæmar afleiðingar að mati virtustu sérfræðinga eins og lesa má hér: https://www.bbl.is/frettir/frettir/notkun-syklalyfja-i-landbunadi-tengist-einu-alvarlegasta-lydheilsuvandamali-samtimans/1407/.

Kv, Svavar.

Svavar Halldórsson (IP-tala skráð) 30.10.2015 kl. 17:20

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

jája - ef svavar halldórsson vísaði í eitthvað annað en 'bændasamtökin' væri sennilega hægt að trúa því að okkar vörur (landbúnaðr) væru betir en annara.  mín skoðun er að okkar vörur séu bara eins og annara landa

Rafn Guðmundsson, 31.10.2015 kl. 01:42

3 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Þrátt fyrir andúð Samfylkingarinnar á Íslenskum landbúnaði, sem fylkingin lítur á sem hindrun fyrir að ganga í ESB, þá er fólk út í heimi með aðra skoðun á því eins og sést í myndbandinu hér að neðan. Íslenskur landbúnaður er ekkert til að skammast sín fyrir og ætti frekar að vera stolt okkar enda gefur þessi landbúnaður af sér frábært hráefni sem á þátt í góðri heilsu og langlífi á Íslandi.

 

https://www.youtube.com/watch?v=bhqDWaPPQLQ

Eggert Sigurbergsson, 31.10.2015 kl. 07:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband