Gungan í Stjórnarráðinu.

Stjórn­ar­andstaðan á Alþingi gagn­rýndi for­sæt­is­ráðherra harðlega á Alþingi í dag þegar óund­ir­bú­inn fyr­ir­spurn­ar­tími var. Kvöddu nokkr­ir þing­menn sér hljóðs til að ræða störf þings­ins þar sem for­sæt­is­ráðherra var sagður hlaupa und­an því að vilja ræða verðtrygg­ingu og mögu­legt af­nám henn­ar, eins og hann hafði boðað í kosn­ing­um.

_______________

Forsætisráðherra er enn og aftur á hröðum flótta frá sjálfum sér.

Honum finnst voðalega gaman að gera sig breiðan í útlöndum þar sem hann þarf ekki að svara óþægilegum spurningum.

Ef hann fær einhverjar spurningar þar þá er svo þægilegt að segja bara eitthvað, enginn þar gengur á hann með áreiðanleika svaranna.

En heima á Fróni er hann helst ekki þingsal og svarar alls ekki spurningum sem að honum er beint.

Sennilega er hann skíthræddur við stjórnarandstöðuna eða þá að hann nennir þessu ekki.

Ég hallast að því síðarnefnda.


mbl.is „Er hann að éta köku“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Eru ekki tæp tvö ár eftir af kjörtímabilinu? "Skjaldborg heimilanna" var fjögur ár á koppnum, en var snúið upp í andhverfu sína og breyttist í "Tortímingu heimilanna" undir stjórn Jóku gráu og Þistilfjarðarkúvendingsins. Mig rekur ekki minni til að síðuhafi, eða aðrir á hans væng hafi séð neitt athugavert við það. 

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 13.10.2015 kl. 15:38

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þingmenn vinstriflokkanna þyrstir allt í einu eftir umræðu um afnám verðtryggingar.

Hafa sjálfir ekki lagt neitt af mörkunum til þess, en vilja geta kennt öðrum um.

Grjóthrun í speglasal.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.10.2015 kl. 15:48

3 identicon

Þetta er nefnilega alrangt hjá þér Guðmundur, Samfylkingin einn vinstriflokkana er eini flokkurinn sem er með raunhæft plan um afnám verðtryggingar.

Planið gengur einfaldlega út á það að ganga í ESB og taka upp Evru, þar með verðum við laus við verðtrygginguna.

Ég hef ennþá ekki séð neitt raunhæft plan frá hinum flokkunum um upptöku annars gjaldmiðils eða afnám verðtryggingar.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 13.10.2015 kl. 15:59

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ég sem hélt að það væri einungis eitt eintak til af Árna Páli. Ég fylgist greinilega ekki nógu vel með Helgi minn:-(

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 13.10.2015 kl. 16:31

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Helgi. Brandarinn um afnám verðtryggingar með ESB-inngöngu er svo ofnotaður að hann er löngu hættur að vera fyndinn. Það "plan" er nú ekki raunhæfara en svo að þegar ég spurði sendiherra ESB á Íslandi hvaða áhrif hugsanleg aðild Íslands hefði á verðtryggingu var svarið (í meginatriðum): engin. Á þeim fundi voru meðal annarra, talsmenn hvorki meira né minna en tveggja "Já-hreyfinga" Evrópusinna. Þeir hafa kannski gleymt að flytja ykkur óbreyttum liðsmönnum tíðindin?

Viljirðu raunhæft plan um afnám verðtryggingar, gerist það líklega ekki raunhæfara en í formi frumvarps þess efnis: http://www.althingi.is/altext/141/s/1138.html Sá sem samdi það frumvarp er alls ekki í Samfylkingunni og hefur aldrei verið, svo það er kolrangt að ekkert raunhæft plan hafi komið frá neinum af "hinum" flokkunum, en höfundurinn er í þeim stærsta þeirra.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.10.2015 kl. 16:56

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Því má kannski bæta við að sendiherranum varð sýnilega brugðið þegar það rann upp fyrir honum að talsmenn ESB-aðildar hér á landi væru að byggja þann málflutning á ósannindum um ESB.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.10.2015 kl. 17:43

7 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Hvaða sögufölsun ertu nú að koma með Halldór Egill. Fyrir kostningar 2009 lofaði þáverðandi flokkar engu, varðandi "skjaldborg heimilana" Hins vegar sagði Jóhanna, og stóð við það, að stjórnin skyldi slá skjaldborg um heimilin, töluvert eftir að stjórnin var skipuð. Hafir þú ekki manndóm til þess að fara með rétt mál, þá ertu einfaldlega persona non drata.

Jónas Ómar Snorrason, 13.10.2015 kl. 21:13

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Já hún stóð við það. Nema hvað skjaldborgin varð bara öfug og sneri að heimilunum en ekki frá þeim.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.10.2015 kl. 21:33

9 Smámynd: Benedikt Helgason

Já, "hræsni" er ekki síðasta orðið sem manni dettur í hug þegar maður sér jafnaðarmennina kalla eftir umræðum um afnám verðtryggingar.

Þegar það er sagt þá er enginn ástæða til annars en að slátra núverand stjórn ef að hún ætlar að heykjast frekar við að vinda sér í þetta verk. 

Benedikt Helgason, 14.10.2015 kl. 08:32

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ég held þessi svokallaða framganga forsætisráðherra sé plönuð af PR- og ímyndarsérfræðingum og auglýsingafirmum.  

Hægri-Öfl beita stundum þessari taktík, að þá er oddamaður settur fram sem einhver bjáni eða trúður nokkurskonar.

Afleiðingin er að þá fer athygli á skrípa- og trúðalæti oddamannsm, - á meðan láta Spillungar greipar sópa og ræna bókstaflega alþýðu manna.

Er í raun nokkuð gamalt trikk í grunninn.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.10.2015 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband