Ingibjörg Sólrún best.

Í tengslum við þátt á Stöð 2 þar sem formenn flokkanna voru teknir á beinið voru álitsgjafar sem mátu framistöðu formannanna. Þetta er skemmtileg og rífur þessa þætti svolítið upp úr þeim hjólförum sem þeir hafa svolítið verið í. Hressileg umræða og skemmtileg aðhald á formennina að vita að framistaða þeirra væri metin.

Svona hljóðar svolítið úrklippa úr Visir.is.

"Álitsgjafarnir sögðu Jón Sigurðsson hafa staðið sig einna verst þegar formennirnir voru teknir á eintal. Þeir sögðu hann hafa verið að segja það sama og undanfarið, sem samkvæmt könnunni, er ekki að virka. Þeir sögðu að hann hefði átt að taka áhættu og reyna að fara í sókn í stað þess að fara í vörn, eins og hann hefði virst gera. Einn álitsgjafanna sagði það kannski merki um reynsluleysi að hálfu Jóns.

Álitsgjafarnir þrír voru á þeirri skoðun að Ingibjörg Sólrún hefði komið best út úr eintölunum og því næst Geir H. Haarde og Steingrímur J. Sigfússon. Einn þeirra sagði Guðjón Arnar hafa komið á óvart."

Þetta er staðfesting á því hversu góð Ingibjörg Sólrún er í slíkum debat því það er ekki nóg að vera í slagorða og upphrópunarstíl heldur verða menn að hafa eitthvað fram að færa á málefnalegan og skipulagðan hátt. Þar bar Solla af. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Það verður að hæla Stöd2 fyrir frábæran þátt og flotta umgjörð í þessum þætti. Já án efa þá var Ingibjörg Sólrún Gílsadóttir áberandi best, það kom ekki á óvart. Það sem vakti einna helst athygli hjá mér hversu pirraður Geir Haarde var þegar Ingibjörg Sólrún og Steingrímur J. þjörmuðu að honum í upphafi þáttarins, það kom á óvart. Svo var eitt atriði sem kom mér alls ekki á óvart - það var frammistaða Jóns Sigurðssonar formann Framsóknarflokksins. Er annað hægt fyrir mann í hans stöðu - hann er að reyna koma sökkvandi skútu á flot þar sem forveri hans yfirgaf bátinn í einni brælunni? þessi framsóknarskúta á svo skilið að sökkva endanlega núna. Áfram Samfylkingin.

Páll Jóhannesson, 10.5.2007 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband