Sóðalegur Sjálfstæðisflokkur.

Áslaug Friðriks­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins, biðst af­sök­un­ar á um­mæl­um sem féllu á auka­fundi borg­ar­stjórn­ar Reykja­vík­ur í gær­kvöldi. „Ég var ekki að líkja meiri­hlut­an­um við nas­ista en það hef­ur mis­skil­ist og það þykir mér mjög leitt.“

______________

Sjálfstæðisflokkurinn tapað sér algjörlega í umræðunni um takmarkað viðskiptabann Reykjavíkur á fyrirtæki á hernumdum svæðunum í Palestínu.

Að sjálfsögðu átti þessi tillaga að vera betur unnin og vandaðri.

En Sjálfstæðisflokkurinn ákvað að nota sér þetta mál til að fara í pólitískan leðjuslag.

Ráðherrar hafa hreinlega skrökvað til að aðstoða.

Ákveðinn ráðherra fullyrti að kvikmyndaiðaðurinn í Bandaríkjunum vær fúll og viðskipti í hættu.

Fram hefur komið að enginn kannast við að hafa heyrt þetta.

Hreinlega lygi að því er virðist.

Annar fullyrti að fjárfestar ætluð að hugleiða að hætta við byggingu hótels í miðborg Reykjavík.

Líka rangt - sennilega lygi.

Síðan var sorglegt að fylgjast með borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í umræðum í gær.

Þetta má er skólabókardæmi um hversu lágt er hægt að leggjst til að koma höggi á andstæðinga, lýgi, hálfsannleikur og lítilmótlegur málflutingur eins og heyra mátti hjá Áslaugu Friðriksdóttur.

Og svo til að kóróna tvöfeldina vildi Kjartan borgarfulltrúi Sjalla ekki svara því hvort hann og flokkurinn mundi styðja vel útfærða tillögu um að þrengja að viðskiptum með vörur frá fyrirtækjum á hernumdu svæðunum.

Hann ætlar vafalaust og bíða og sjá hvað hentar flokknum og honum pólitískt þegar þar að kemur.

Hentistefna í sinni tærustu mynd.


mbl.is Biðst afsökunar á ummælunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Als

Stór hluti þjóðarinnar er á því að Dagur B. og meirihlutinn hafi staðið að pólitísku klúðri. Að láta sér detta í hug að einungis sjálfstæðismenn hafi þar hátt lýsir þröngsýni eða blindni sem er einungis sjálfhverfum manni sæmandi. En hvað sem þessu klúðri líður, þá sitja borgarbúar eftir með illa rekinn borgarsjóð og nú þegar sviðsljósið er ekki með besta móti á hinum annars myndaglaða Degi B. þá er mönnum hægt og örugglega að verða ljóst að maðurinn veldur ekki starfi sínu. 

Ólafur Als, 23.9.2015 kl. 12:59

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það er undarlegt Jón Ingi, en á sama tíma skiljanlegt þegar maður sér hvaðan það kemur, að gera mikið úr klúðri borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, þegar það er borið saman við klúður borgarstjóra og meirihluta borgarstjórnar.

Áslaug er maður að meiri, hún hefur beðist fyrirgefningar á orðavali sínu, en hvar eru fyrirgefningarbeiðnir meirihlutans?

Að tala um að minnihlutinn hafi misst sig eru nú bara hrein öfugmæli, en á það ber að líta að grein þín er rituð af Samfylkingarmanni sem reynir hvað mest hann getur að beina athyglinni að öðru en klúðri Fylkingarinnar, sem er þó ekki svo lítil, þó að flokkurinn sé það.

Tómas Ibsen Halldórsson, 23.9.2015 kl. 14:11

3 identicon

Hvar baðst hún afsökunar á máli sínu? Sýnist hún hafa beðist afsökunar á hvernig aðrir skildu hana og síðan notað tækifærið til að hamra aðeins meira á meirihlutanum.

Svo hefur meirihlutinn, eða a.m.k. einhverjir innan hans, beðist afsökunar á sínum hlut.

Sveinn Þórhallsson (IP-tala skráð) 23.9.2015 kl. 14:49

4 Smámynd: Óskar

Tómas einu mistökin sem meirihlutinn gerði í málinu var að draga tillöguna til baka.  Það var ekkert að þessari tillögu, viðbrögðin við henni voru yfirdrifin og menn urðu logandi hræddir við nokkrar tapaðar krónur.   Enginn minnist hinsvegar á 40 tapaða milljarða vegna Rússaklúðurs ríkisstjórnarinnar.

Óskar, 23.9.2015 kl. 14:52

5 identicon

Tillagan var ekki í samræmi við lög.  Þegar menn fara ekki að lögum og gera hvað sem þeim sýnist í skjóli valds þá er fjandinn laus.  Það eru bara siðblindir einstaklingar sem skilja ekki svona grundvallaratriði.   

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.9.2015 kl. 15:04

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er bara ógeð þetta flokksræksni.

Sóða- og subbuskapurinn sem frá þessu kemur er yfirgengilegt ásamt brútalt ofbedisáróðrinum.

Viðbjóður barasta þetta hyski.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.9.2015 kl. 15:43

7 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sveinn, ef þú lest greinina á mbl.is sem grein Jóns Inga er tengd við þá sérðu það svart á hvítu.

Óskar, fór það fram hjá þér að menn voru ekki alls kostar ánægðir með meðvirkni utanríkisráðherra í garð Bandaríkjaforseta og Evrópusambandsins í Rússamálinu. Menn eiga eftir að súpa seiðið af þeirri vitleysu lengi. Það er sama með klúður borgarstjórnar. 

Dagur fór undan í flæmingi þegar ljóst varð hvílíkt klúður þetta var og er, en vill að sjálfsögðu ekki bendla sér við það klúður, frekar en endranær.  Ég get ekki betur séð en að meirihlutinn hafi farið á taugum á téðum borgarstjórnar fundi. En að sjálfsögðu á það við um alla vinstrimenn sem haldnir eru Ísraels hatri, sennilega vegna þess að það er eina lýðræðisríkið í miðaustur löndum, þar sem allir eru velkomnir, 1,5 milljónir "Palestínu" araba búa og hafa Ísraelskt ríkisfang hvort heldur þeir eru kristnir eða múslímar.

"Palestínsk" stjórnvöld með Abbas í fararbroddi ásamt öðrum hryðjuverkahópum hvetja "Palestínumenn" leynt og ljóst til ofbeldis gegn Ísraelsmönnum og skiptir þá ekki máli hvort um óbreytta borgara er að ræða eða ekki.

Þar sem Ísraelsk fyrirtæki í Samaríu [vesturbakkanum] hafa orðið fyrir miklu tjóni vegna sniðgöngu og ills áróðurs á vesturlöndum hafa þúsundir "Palestínumanna" misst vinnuna.  "Palestínumenn" hafa verið stærstur hluti vinnuafls þessara fyrirtækja og eru nú atvinnulausir og geta því ekki framfleitt sér og fjölskyldum sínum.  Þetta er staðreynd sem blasir við, en óvinum Ísraels virðist alveg sama.

Tómas Ibsen Halldórsson, 23.9.2015 kl. 15:45

8 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ómar, það er óþarfi að nota svona orðbragð þó þú viljir gagnrýna vinstriflokkana.

Tómas Ibsen Halldórsson, 23.9.2015 kl. 15:47

9 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Sjálfstæðisflokkurinn tapað sér algjörlega í umræðunni um takmarkað viðskiptabann Reykjavíkur á fyrirtæki á hernumdum svæðunum í Palestínu.

Þeir hafa rétt fyrir sér núna.

Að sjálfsögðu átti þessi tillaga að vera betur unnin og vandaðri.

Af hverju eiga gróf lögbrot eitthvað að vera betur unnin?  Væri ekki betra, svona til dæmis: að  brjóta ekki lögin?  Eða væri það nýmæli?

En Sjálfstæðisflokkurinn ákvað að nota sér þetta mál til að fara í pólitískan leðjuslag.

Þetta er mjög kurteislegt, til dæmis miðað við það sem kom fyrir Hönnu Birnu.  Hún var lögð í einelti af brúnstökkum.

Þetta má er skólabókardæmi um hversu lágt er hægt að leggjst til að koma höggi á andstæðinga, lýgi, hálfsannleikur og lítilmótlegur málflutingur eins og heyra mátti hjá Áslaugu Friðriksdóttur.

Ja, hún má eiga það að henni rataðist nokkuð rétt orð á munn, fyrir slysni kannski, en, gott skot!

Og, aftur: Hanna Birna mátti þola alvöru illindi.

Og svo til að kóróna tvöfeldina vildi Kjartan borgarfulltrúi Sjalla ekki svara því hvort hann og flokkurinn mundi styðja vel útfærða tillögu um að þrengja að viðskiptum með vörur frá fyrirtækjum á hernumdu svæðunum.

Kannski er hann hræddur við brúnstakkana?  Hefur þú séð hamaganginn í þeim?  Sástu hvað þeir gerðu við Hönnu Birnu?  Þeir lögðu hana í einelti vikum saman.

Ekki kallaðir þú það leðjuslag, var það?

Nei, það er ekki sama hvaðan leðjan kemur.

Ásgrímur Hartmannsson, 25.9.2015 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband