Stefnuleysi stjórnarflokkanna er framtíðarvandamál.

"Því er ekki nóg að fórna einni kynslóð á altari verðtryggingar og hárra vaxta? Við hljótum að ætla börnum okkar eitthvað annað og betra," spyr Margrét Kristmannsdóttir, kaupmaður í nýjasta pistli sínum á hringbraut.is.

__________________

Margrét Kristmannsdóttir kaupmaður spyr á Hringbraut.is hvort ekki sé nóg að fórna einni kynslóð á altari verðtryggingar og hárra vaxta.

Sanngjörn spurning í sjálfu sér en nú þegar hefur mörgum kynslóðum ungs fólks verið fórnað á þessu umrædda altari.

Í áratugi hefur ungt fólk á Íslandi engst í stöðu verðbóta og hárra vaxta, það er ekkert nýtt og alls ekki ein kynslóð eingöngu.

En núverandi stjórnvöld hafa enga framtíðarsýn eða framtíðarstefnu í þessum málum.

Það eina sem liggur ljóst fyrir að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur ætla framtíðaríslendingum það sama hlutskipti og þeim sem á undan hafa komið, það er að vera fastir í verðbóta og vaxtagildrunni.

Íslendingar búa við allt önnur og verri kjör en nágrannar okkar, sem við viljum bera okkur saman við.

Þar vilja íhaldsflokkarnir hafa okkur því það hentar ekki þeirra hagsmunum að almenningur á Íslandi njóti réttlætis.

Ónýt króna, óstöðugt efnahagslíf og verðbætur er þeirra stefna. engin framtíðarsýn.

Stefnuleysi þessara flokka er vandamál komandi kynslóða, nema við vöknum til lífsins, áttum okkur á því og kjósum þá út í ystu myrkur.

Þá kannski gerist eitthvað.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband