Er fjármálaráðherra illa innrættur eða skilningslaus ?

.„Samfylkingin virðist hafa þá stefnu að vilja bótavæða samfélagið og að það sé bara í lagi að hafa frjálst val um það hvort maður sé á bótum eða úti á vinnumarkaði,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á Alþingi þar sem rætt var um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2016. Þar var hann að svara ræðu Oddnýjar G. Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.

_________

Maður eiginlega hrekkur við þegar maður sér og heyrir hvað ráðmenn í þjóðfélaginu eru skilninsvana á aðstæður fjölda landsmanna.

Ég vil trúa því að Bjarni fjármálráðherra sé frekar skilningsvana en illa innrættur.

Þegar fyrrum fjármálaráðherra Samfylkingarinnar bendir honum á að þeir sem minna mega sín í þjóðfélginu sé útundan í fína fína fjárlagafrumvarpinu þá fyrtist fjármálaráðherra og segir Samfylkinguna vilja bótavæða þjóðfélagið.

Þetta er ákaflega hrokafullt og til lítils sóma fyrir fjármálaráðherra.

Auðvitað vill jafnaðarmannaflokkurinn Samfylking gæta að okkar minnstu bræðrum og aðstoða þá sem hafa lítið handa á milli, þó það nú væri.

En fjármálaráðherra hefur aldrei þurft að hafa neinar áhyggjur enda fæddur með silfurskeið í munni.

Kannski er til of miklis mælst að hann átti sig á þessu en það er óþarfi að móðgast og tala niður þá mannvænu stefnu að vilja aðstoða þá sem það þurfa.

Jafnaðarstefnan gengur út á að jafna kjör og tryggja að þeir ríkari séu látnir greiða hærri skatta til að nýta til jöfnunar lífsgæðanna.

En það er ekki stefna Sjálfstæðisflokksins, það er stefna Samfylkingarinnar jafnaðarmannaflokks Íslands.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 818738

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband