Svindlarinn í Stjórnarráði Íslands.

„Í fyrsta lagi er Sigmundur Davíð klárlega að brjóta lög. Lögin heimila þingmönnum og ráðherrum að halda lögheimili á staðnum sem þeir bjuggu áður en þeir urðu þingmenn og ráðherrar. Lögin heimila ekki að þeir geti bara verið með það hvar sem er.“

Eftir nýjustu innkomu forsætisráðherra Sigmundar Davíðs í umræðu um skipulagsmál í Reykjavík hafa ýmsir hugleitt stöðu hans hvað varðar búsetu og áhuga hans á skipulagsmálum í höfuðborginni.

Pawel Bartoszek bendir á að forsætisráðherra sé klárlega að brjóta lög með að hafa lögheimili á stað þar sem hann hefur aldrei búið.

Ekki nóg með það þá þiggur hann líka greiðslur fyrir af skattfé landsmanna fyrir svindlið.

Væri við hæfi að forsætisráðherra tæki til sín skrif Pawels og færði mál sín í réttari og löglegri farveg.

Pawel bendir SDG á að ef til vill væri það réttara að hann hefði lögheimili í Reykjavík ef hann vildi hafa þar áhrif.

En það er í sjálfu sér rétt en kannski mega allir hafa skoðun á skipulagsmálum í höfuðborginni sinni.

Alvarlegra er að forsætisráðherra er með skipulögðum hætti að ræna skipulagsvaldi sveitarfélaga í völdum tilfellum og færa það undir SIG.

Hann hefur þegar sett mál í þann farveg að forsætisráðuneytið getur tekið skipulagsvaldið af sveitarfélagi, jafnvel með geðþóttaákvörðun ráðherrans og tilbúnum rökum.

Ég hef nokkra reynslu af vinnubrögðum umrædds SDG í skipulagsmálum frá þeim tíma þegar ég var formaður skipulagsnefndar á Akureyri en ætla ekki að ræða þá reynslu sérstaklega hér enda ekki til umræðu.

Það hefur samt sem áður valdið því að ég tek með miklum fyrirvara því sem hann hefur fram að færa í þeim málaflokki.

Það verður fróðlegt að fylgjast með forsætisráðherra næstu daga og hvernig hann bregst við.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Er ekki Skattstjóri með her manns í að athuga hvort einstæðar mæður búi með -- einhvjerjum ??????????????? Á sama stað og viðkomandi hefur LÖGHEIMILI ?

Erla Magna Alexandersdóttir, 29.8.2015 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband