DV - fjölmiðillinn sem hvarf.

 

                                      

2015 DVNú er nokkuð um liðið síðan Bingi keypti DV og breytti því úr öflugum og umdeildum fjölmiðli í eitthvað annað.

En hvernig hefur til tekist og breyttist eitthvað ?

Fjölmiðillinn DV er eitthvað allt annað en gamla DV.

Hann er ekki umdeildur.

Hann hefur ekki umdeilda og öfluga blaðamenn.

Fjölmiðillinn DV er ekki að gera það sama og áður.

Hann er ekki í rannsóknarfjölmiðill, hann hefur ekki frumkvæði og fáir vitna í hann.

Af sem áður var, þegar DV var umdeildasti fjölmiðill landsins og var á stöðugri vakt.

Fjallaði um stór mál og blaðamennirnir þeirra fengu verðlaun fyrir frumkvæði og öfluga fjölmiðlun.

DV mun ekki fé nein verðlaun eða vera öflugur fjölmiðill.

Hann mun heldur ekki vera skammaður fyrir óábyrg vinnubrögð.

Fálkinn í fjölmiðaheiminum er orðinn meinlaus spörfugl sem syngur vorsöngva á grein.

Hann er ekki að gera neitt annað.

Svona fer þegar pólitíkusar kaupa fjölmiðil til að þagga niður í honum.

Hvað DV varðar þá tókst það fullkomlega.

Svona mun fara fyrir öllum landmálablöðunum sem Bingi keypti.

Þau verða spörfuglar á grein, ef þau vakna á annað borð.

Sem betur er er fullt af góðum vefmiðlum sem hafa tekið við kyndlinum þar sem Bingi slökkti á honum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

DV er hætt að ljúga.DV er hætt að vera með mannorðsníð og rógburð.DV hefur úrvals blaðamenn sem eru með hreint sakavottorð.En Samfylkingin heldur áfram að ljúga.

Sigurgeir Jónsson, 21.8.2015 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband