18.8.2015 | 16:15
Sovétstefna Sjálfstæðisflokksins ? Breytingar í utanríkismálum ?
Einu sinni voru til Sovétríki.
Helsti andstæðingur þeirra á Íslandi var Sjálfstæðisflokkurinn, sem talaði fyrir vestrænni samvinnu og bandalagi við Bandaríki Norður-Ameríku.
Nú er hluti Sjálfstæðisflokksins farinn að tala fyrir viðskiptabandalagi við Rússa og hvetja til þess að rjúfa samstöðu vestrænna lýðræðisríkja.
Þetta eru í sjálfu sér stórtíðindi, því hverjum hefði dottið í hug að Sjálfstæðisflokkurinn færi að mæla með samvinnu við Rússa á kostnað vestrænnar samvinnu.
En máltækið góða á hér væntanlega við. "Margur verður af aurum api" passar ágætlega við þegar fjárhagsástæður eru teknar fram fyrir hugsjónir og prinsipp.
Það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegar opinberað hatur sitt á Evrópusamvinnu.
Næsta spurning er því, mun Sjálfstæðisflokkurinn stíga næsta skref og hafa það á stefnuskrá sinni að Ísland fari í bandalag með Rússum, Kínverjum og fleiri þjóðum þar sem lýðræði er fótum troðið.
Hvað gera menn ekki fyrir peninga og gróða.
Ef til vill ættu þeir að rifja upp áður en þeir láta stórútgerðir stjórna sér út í fenið, að utanríkisviðskipti Íslands og Rússlands eru smámunir í heildarsamhenginu.
Kannski fórna menn meiri hagsmunum fyrir minni.
Fjármálavit hefur ekki verið hin sterka hlið íslenskra stjórnmála.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 818826
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Var það ekki þinn eigin maður, nafni, sem mælti með fríverzlunarsamningi við Kína? Heitir hann ekki örugglega ESB-Össur Skarphéðinsson?
En hefur alræðisstjórnin í Peking látið af sínu grimmilega hernámi í Tíbet? Eru ekki fórnarlömbin þar orðin nógu mörghundruð þúsund í mannslífum talin, að ógleymdu öllu ófrelsinu, þvinguðum fósturdeyðingum, ethnískri hreinsun, massífum innflutingi Han-Kínverja, fangelsum allra andófsmanna, pyntingum o.fl. ljótu?
Vljið þið fremur viðskiptabann á Rússa heldur en Kínverja, sem t.d. eru með um 7 til 10 þúsund aftökur á ári hverju, m.a. vegna "efnahagslegra glæpa"?
Þeir rúml. 6.800 sem fallið hafa í Úkraínu frá upphafi væringanna eru margir hverjir fórnarlömb loftárása Úkraínuhers í austurhéruðunum.
Í síðasta þorskastríðinu, 1975-76, var ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar (Sjálfstæðisflokki) talin hafa tvö diplómatísk spil á hendi: annars vegar NATO-spilið (að hóta úrsögn, ef Bretar héldu áfram ofbeldi sinna herskipa í ísl. landhelgi) og hins vegar sovézka spilið, þ.e. að geta leitað (áfram) viðskipta við sovétmenn, eins og gert hafði verið frá 1953.
Það er ekkert að því, að við höldum áfram að hafa viðskipti við Rússland, þótt þið evrókratar viljið reka okkur beint í fangið á því Evrópusambandi, sem árum saman hefur barizt gegn þjóðarhagsmunum okkar, einkum í Icesave- og makrílmálunum. Þið viljið, að afkoma okkar og eigin ráð séu öll upp á náð og miskunn þessa stórveldasambands komin!
Og svo eruð þið í bandalagi við Bandaríkin í þessu Rússamáli, stórveldið sem stóð fyrir valdaráni í Kiev!
Jón Valur Jensson, 18.8.2015 kl. 18:21
... og og hvatt hefur til og kostað hefur borgarastyrjöldina mannskæðu í Sýrlandi !
Jón Valur Jensson, 18.8.2015 kl. 18:25
Fríverslun er allt annað en viðskiptabandalag .. en blint hatur ( hvernig sem á því stendur) stendur Heimsksýnarfylgendum fyrir þrifum þannig að lítið mark er á þeim takandi. Er það ekki Jón Valur ?
Jón Ingi Cæsarsson, 18.8.2015 kl. 18:32
Veist þú hver rekur styrjöldina í Sýrlandi Jón Valur, vafalaust veist þú að ESB gerir það ef að líkum lætur.
Allt vont kemur þaðan að þínu mati.
Sennilega átti ESB stærstan hlut í syndaflóðinu, það þurfti að refsa þeim frá himnum.
Kannski styttist í svoleiðis aftur ?
Jón Ingi Cæsarsson, 18.8.2015 kl. 18:44
Er sem sagt allt í lagi með fríverzlun við Kína?
Viltu þá kannski leggja til fríverzlun við Rússland líka?
Ef ekki, hvernig gerirðu upp á milli þessara tveggja ríkja?
Rússar hafa m.a.s. afnumið dauðarefsingar, ef þú skyldir ekki vita það.
PS. Og hvað kemur þessi umræða okkar Heimssýn við? Aldrei hef ég setið þar í stjórn eða nokkru ráði eða nefnd, þótt ég sé sammála stefnu hennar og sem betur fer ekki sammála þinni stefnu eða annarra innlimarsinna.
Jón Valur Jensson, 18.8.2015 kl. 18:45
Ég tók fram, að það eru Bandaríkin sem kostuðu stuðninginn við uppreisnaröflin í Sýrlandi. Ertu nokkuð með augnaleppa þegar þú lest innlegg mín?
Og segðu mér, hefurðu farið fram á viðskiptabann gegn Bandaríkjunum vegna þess að ekki hvað sízt í boði þeirra (og án umboðs frá SÞ) er búið að sprengja upp gríðarlega mikil mannvirki og mannabústaði í landinu, drepa yfir 250.000 manns og reka margar milljónir manna á flótta úr landinu, auk milljóna flóttamanna í landinu sjálfu!
Jón Valur Jensson, 18.8.2015 kl. 18:54
Í það mínsta það var ESB og þá sérstaklega Frakkland og Ítalía sem vildu sprengja Lýbíu til steinaldartíma og Össur og Jón Ingi voru miklir stuðningsmenn um þá ógeðslegu aðferð.
Hvað kom út úr þvi, milljónir flóttamanna að ryðjast inn í Evrópu og heilaga ESB svæðið og Íslendingar verða að taka eitthvað af því.
Allt illt undanfarið er vegna ESB og ég veit að Össur, Jón Ingi og öll Samfylkingin er hreykin af afrekinu sem þeir hafa stutt undanfarin ár.
Ættli að, Jón Ingi og öll Samfylkingin hafi ekki verið að vona að fá yfirborguð og skattfrí störf hjá ESB?
Auðvitað á ríkisstjórnin að segja af sér fyrir strafsafglöp og lofa því að koma aldrei nálægt stjórnmálum aftur eða fara í fangelsi í 20 ár. Þetta,er einfaldlega landráð að styðja viðskiptabann á Rússa, og hugsa ekkert út í hvaða afleiðingar sú ákvörðun kemur til með að hafa á hag Íslands.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 19.8.2015 kl. 02:51
Öflugur ertu, Jóhann, og lætur þá heyra það!
Tek ekki undir hvert orð hjá þér, en hef gaman af.
Jón Valur Jensson, 19.8.2015 kl. 19:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.