Guðni Ágústsson - Steinblinda hinna myrku miðalda ?

Guðni Ágústsson, fyrrum formaður Framsóknarflokksins, segir Bjarna Benediktsson og Sigmund Davíð Gunnlaugsson vera langt komna með að koma Íslandi í fremstu röð allra þjóða í Evrópu með aðgerðum sínum. Hann hafi enga trú á öðru en að hinn almenni kjósandi sé samþykkur þeirra verkum og finni breytingu til batnaðar í veskinu sínu

____________________

Guðni Ágústsson var einu sinni stjórnmálamaður. Hann var íhaldssamur og undir hans stjórn urðu engar breytingar í t.d. landbúnaðarmálum þar sem hann réð ríkjum.

Bændur voru nákvæmlega jafn illa staddir fjárhagslega fyrir og eftir Guðna.

Guðni Ágústsson var líka skemmtikraftur.

Hann var fyndinn á þorrablótum og kyssti nautgripi í beinni.

Mörgum fannst Guðni rosalega skemmtilegur náungi.

Nú hefur hann enn skoppað fram á ritvöllinn og erindi hans við okkur óbreyttan pöpulinn er að segja okkur hvað Sigmundur Davíð, Bjarni Ben og Framsóknarflokkurinn er frábært team.

Þeir eru hreinlega að bjarga landi og þjóð og líka kjósendunum sem hafa horfið frá Framsókn.

Þeir munu að vísu ná sér að mati skemmtikraftsins.

En Guðni Ágústsson er ekkert fyndinn, hann er bara ótrúlega óupplýstur, sambandslaus og gamaldags.

Kannski er hann bara að plata okkur því til að vera jafn blindur og hann virðist vera þarf eiginlega að vera ólæs, hafa ekki aðgang að fjölmiðlum og jafnvel vera eins og Bakkabræður, fá sjaldan eða aldrei gesti.

Það er örugglega skýringin á að ýmislegt hefur farið framhjá Guðna þegar hann talar um bjargvættina Bjarna og Sigmund.

Hann veit kannski ekkert um stöðu heilbrigðiskerfisins.

Hann veit sennilega ekkert um fjárframlög til vegamála.

Sennilega hefur hann ekkert tekið eftir auðmannadekri þeirra félaga, eða kannski bara sammála því.

Hann hefur ekki heyrt að því að Ísland er með hæstu vexti í Evrópu og launamenn á Íslandi bera hvað mínnst úr býtum fyrir hverja unna vinnustund þegar horft er til V-Evrópu.

Nýjustu upplýsingar eru að Ísland er dýrasta land á flestum sviðum hvað varðar verð á vörum og þjónustu. Í þeirri könnun voru skoðuð 37 ríki og Ísland var dýrast í flestum vöruflokkum.

Guðni, Bjarni og Sigmundur vilja halda í staðnað og ónýtt landbúnaðarkerfi, ónýta og verðlausa krónu og einangra landið í utanríkismálum.

Neytendur eru til fyrir þá og skjólstæðinga þeirra.

Það kallast víst seint að vinna að framförum.

Fólk á Íslandi hefur það heldur meira skítt en fólk í öllum löndum sem við berum okkar saman við.

Niðurstaðan er að þegar fullyrðingar Guðna eru skoðaðar þýðir það bara annað af tvennu.

Hann er þjáður af fáfræði og steinblindu hinna myrku miðalda eða....

þetta er bara skemmtiatriði í anda nautgripakossa og þorrablóta.

Ég hallast að því síðarnefnda.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er alveg hreint frábær grein hjá Guðna og segir nákvæmlega til um stöðuna og hvers vegna hún er svona....

Jóhann Elíasson, 13.8.2015 kl. 12:21

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

já - það virðist ekki vera mikið í 'kollinum' á þessum Guðna

Rafn Guðmundsson, 13.8.2015 kl. 12:31

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Guðni Ágústsson er helsti ógnvaldur Samfylkingarinnar.Jafnvel litlir kallar í Samfylkingunni skynja það og eru hræddir við Guðna.

Sigurgeir Jónsson, 13.8.2015 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband