Stefna Íslands er til. Tækifærissinnar og eiginhagsmunaseggir.

Kol­beinn Árna­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, vill að Íslend­ing­ar móti sína eig­in stefnu um hvernig taka skal á mann­rétt­inda­brot­um en elti ekki Evr­ópu­sam­bandið í þeim efn­um.

Ísland á sér sannarlega stefnu í þessum málum og væntalega þarf ekki að móta hana.

Annað mál er ef landið ætlar að breyta um kúrs og hætta eiginhagsmunadýrkun og tækifærismennsku.

Það var fróðleg yfirferð yfir sögu landins í utanríkisviðskiptum og utanríkismálum á RÚV í gær.

Í stuttu máli, stefnan hefur alltaf verið þjónkun við eigin hagsmuni og hagmuni viðskiptajöfra á Íslandi, en minna hefur farið fyrir prinsipum og stefnufestu.

Dæmi var tekið af því þegar Eystrasaltslöndin voru að stíga sín skref til sjálfstæðis og Ísland lýsti yfir stuðingi við þau áform risu upp aðilar sem ekki vildu styggja Sovétríkin vegna eigin viðskiptahagsmuna.

Skítt með Eystrasaltslöndin, við þurfum að hafa okkar bissness í friði.

Vildu að stuðningi við ríkin yrði hætt.

Jón Baldvin stóð fastur á stuðningi Íslands við lýðræðið.

Þetta mál er af sama meiði, lýðræðisríki í Vestur Evrópu setja viðskiptahömlur á Rússland vegna yfirgangs og brota á alþjóðarétti.

Í hugum bissnessmanna á Íslandi eru þeira hagsmunir mikilvægari en að standa með lýðræðiríkjum í tilraun þeirra til að hefta yfirgang rússa.

Er þetta ekki svolítið sorglegt ?

Öll kaldastríðárin sigldi Ísland milli skers og báru og komst upp með það.

Sennilega er liðinn sá tími að okkur takist að bera kápuna á báðum öxlum, og þurfum að taka alvöru afstöðu.

 


mbl.is Ísland móti sína eigin stefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Um hvaða mannréttindabrot ert þú að tala?

Jafnarðu þeim við loftárásir Frakka á Líbýu?

Eða loftárásir Tyrkja á Kúrda með stuðningi NATO?

Eða kannski íhlutun Bandaríkjanna í Sýrlandi, sem á stóran þátt í hörmungum landsmanna þar?

Var friðsamleg endursameining Krímskagans við Rússland kannski það versta sem þú getur ímyndað þér í "mannréttindabrotum"?

Jón Valur Jensson, 7.8.2015 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband