Framsóknardindlar að kaupa þöggun á fjölmiðlamarkaði ?

Ég gæti aldrei átt trúnað við þig, því ég trúi ekki að þú hafir trúnað við almannahagsmuni að leiðarljósi með þinni útgáfustarfsemi. Held að þín áhersla sé á hreina sérhagsmuni. Sjálfstæðir og reyndir blaðamenn eru ekki skógarþrastarungar sem bíða með opinn gogginn eftir þínum peningum, sem enginn veit hvaðan koma. Lifi frelsið og gagnrýnin upplýsing. Netið færðu seint keypt upp!“

______________

Gangrýnir fjölmiðar fara rosalega í taugarnar á Framsóknarforustunni.

Forsætisráðherra hefur marglýst því yfir að þeir séu ósanngjarnir og vondir við Framsóknarflokkinn.

Allir muna formann fjárlaganefndar og RÚV.

Björn Ingi Hrafnsson framsóknarviðhengi keypti hið gangrýna blað DV og breytti því í nokkurskonar Séð og heyrt á þessum markaði. Öll gangrýnin hugsun og alvöru fréttamennska horfin af þeim vettvangi.

Dv er litlaus silkibrók.

Þá er komið að litlu gangrýnu héraðsblöðunum sem hafa haldið úti gagnrýninni fréttamennsku í heimabyggðum.  Vafalaust misgóð og örugglega umdeild því við íslendingar þolum illa gagnrýni í nærumhverfinu.

Nú hefur hinn endurreisti Björn Ingi fengið nægilegt fjármagn einhversstaðar frá og ætlar að þagga niður í þessum blöðum.

Væntalega ætlar hann að halda úti einhversskonar séð og heyrt umfjöllun í heimabyggð með restinni af þessum blöðum.

Kannski hefur fjölmiðanefnd skoðun á því.

Það vekur sértaka furðu mína að Ámundi Ámundason skuli munstra sig á skútu framsóknarfjölmiðlaendurreista fjölmiðlaspekingsins.

Nú er það hreinlega lífsnauðsynlegt að bregast við þessari Framsóknarárás og koma í veg fyrir þöggun í heimabyggðum.

Það verður vafalaust gaman fyrir fólk í kaupstöðum og landhlutum að lesa kökuuppskriftir og æviágríp í nýju Binga fjölmiðlunum. En hver nennir því til lengdar ?

En það þarf alvöru fjölmiðla sem vinna á svipaðan hátt og svæðisblöðin hafa gert fram að þessu, við viljum alvöru nærfjölmiðlum um allt land.

Ég trúi ekki öðru en einhverjir nýti sér það svigrúm sem nú hefur opnast á fjölmiðamarkaði á Íslandi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Samfylkingin ætti ekki að vera í vandræðum með að gefa út blað.Gjaldkeri Samfylkingarinnar er auðkýfingur,Vilhjálmur Þorsteinsson.Ámundi gaf út 14 blöð.Einn ræfils ritstjóri,lýsti því yfir eftir að hann hafði verið rekin,. að hann myndi ekki vinna fyrir Björn Inga.Ef Samfylkingin á Akureyri vill gefa út blað,á hún að hafa manndóm í sér að gera það sjálf,ekki ætlast til þess að fyrirmyndar dugnaðarmaður eins og Ámundi Ámundason þurfi að gera það fyrir hana.En trúlega er Samfylkingin dauð og ekki lagar fyrrverandi ritstjóri Akureyri vikublað, stöðuna fyrir Samfylkinguna,Blaðið sem hann stjórnaði var aðeins eitt af fjórtán.

Sigurgeir Jónsson, 28.7.2015 kl. 07:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 818828

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband