24.7.2015 | 11:39
Bláa lónið - hvað borgar það til samneyslunar ?
Forvitni.
Hvað greiðir gróðafyrirtækið Bláa lónið til samneyslunnar í formi skatta og gjalda ?
Einhver sem veit það ?
Fyrirtæki sem er að nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar til tekjuöflunar.
Það er ekki hægt að halda því fram að aðgangur sé ódýr á þessum stað.
Reyndar hægt að kalla þetta okur með góðum rökum.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 818825
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvaða fyrirtæki er ekki að nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar til tekjuöflunar? Hvort sem það er fiskur, jarðvarmi, raforka, mannauður, vegir eða gras. Allt er hægt að flokka sem sameiginlega auðlind þjóðarinnar. Og Bláa Lónið borgar þau gjöld og þá skatta sem lagðir eru á fyrirtæki.
Varðandi verðskrána þá er hún ekki niðurgreidd með skattfé borgaranna eins og á sundstöðum bæjarfélaga. Hún verður að standa undir rekstrinum og skila eigendum arði af fjárfestingunni. Bláa Lónið er gróðafyrirtæki en ekki niðurgreidd þjónusta sveitarfélags eða góðgerðarstarf. Og þegar ríkið fer að taka VSK af viðskiptavinunum þá bætist það bara á verðskrána eins og hjá öðrum sundstöðum og heilsulindum sem þá þurfa að fara að innheimta VSK af sínum viðskiptavinum.
Ufsi (IP-tala skráð) 24.7.2015 kl. 13:38
Það er rangt hjá þér Ufsi að Bláa lónið njóti ekki niðurgreiðslu af hálfu ríkisins. Fyrirtækið er undanþegið virðisaukaskatti!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.7.2015 kl. 00:29
Virðisaukaskattur er ekki lagður á fyrirtæki, fyrirtæki innheimta virðisaukaskatt fyrir ríkið. Það að þurfa ekki að vera milliliður í skattheimtuferli ríkisins er ekki niðurgreiðsla.
Ufsi (IP-tala skráð) 25.7.2015 kl. 13:00
Ufsi, það að þurfa ekki að skila virðisaukaskatti gerir það að verkum að þegar Bláa lónið selur sína vöru á toppverði, eins og á henni væri virðisaukaskattur, en skilar honum ekki til ríkisins heldur stingur í eigin vasa - er það ígildi niðurgreiðslu af hálfu ríkisins.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.7.2015 kl. 20:24
Með sömu rökum er lægra virðisaukaþrepið styrkur til verslana því þær þurfa ekki að innheimta og skila eins miklu til ríkisins og ef hærra skattþrepið væri á öllu. Og persónuafslátturinn og lægri skattþrep tekjuskatts niðurgreiðsla til fyrirtækja því það eru þau sem innheimta og skila skattinum til ríkisins. Vilt þú setja allt í efra virðisaukaskattþrep, fella niður persónuafslátt og setja tekjuskattinn í efsta þrep svo ríkið sé nú örugglega ekki að gefa fyrirtækjum neitt?
Bláa lónið selur sína vöru á toppverði eins og önnur fyrirtæki og þegar virðisaukaskatturinn leggst á þá hækkar bara verðið eins og hjá öðrum fyrirtækjum. Rekstrarkostnaðurinn og arðsemiskrafan breytist ekkert við álagningu virðisaukaskatts. Svo geta þeir boðið VSK lausa miðvikudaga til að lokka íslendingana í pollinn ef þeir vilja.
Ufsi (IP-tala skráð) 26.7.2015 kl. 12:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.