Krossfarinn og Hvalur hf.

Kristján Lofts­son, for­stjóri Hvals hf., sagði tollaf­greiðslu í Jap­an vera tíma­freka venju sam­kvæmt. „Þeir rann­saka þetta allt upp á nýtt og nota aðferðir sem eng­inn ann­ar not­ar. Þetta tek­ur óra­tíma og er ekk­ert nýtt,“ sagði Kristján. „Við vær­um ekk­ert að senda þetta út ef eng­inn vildi sjá þetta. Þú þarft alltaf að hafa lag­er því versl­un með tóm­ar hill­ur hef­ur ekki mik­inn bísn­iss.“

Ég hafði ekki gert mér grein fyrir að Hvalur hf og Kristján Loftsson væru í hlutverki krossfara.

Það vantar kjöt í Japan og auðvitað verður að redda því.

Það skiptir engu mál þótt ekkert sé upp úr þessu að hafa, orðspori Íslands spillt á alþjóðavettvangi og tómt vesen að flytja þetta og koma til neytenda.

Krossfarinn kvartar að vísu undan tollayfirvöldum í Japan og einhverjir eru að gera honum lífið leitt með fluttninginn.

En auðvitað skiptir þetta engu máli.

Japan verður að fá sitt kjöt og Kristján Loftsson hefur fengið þá köllun að það sé hans hlutverk að sjá til þess.

Krossfarinn Kristján hefur hlutverk.

Krossfarahugsjónin var fögur á sínum tíma þó niðurstaðan væri hörmuleg.

Eins er það með krossfara hvalkjötsins.

Niðurstaðan er hörmuleg.


mbl.is Japana vantar hvalkjöt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband