16.7.2015 | 11:33
Afturhaldsöm og stefnulaus stjórnvöld hrekja unga fólkið burtu.
____________________
Unga fólkið okkar vill flytja af landi brott í stórum stíl.
Það er í sjálfu sér eðlilegt þegar stefna eða öllu heldur stefnuleysi, afturhald og dómgreindarleysi stjórnvalda á Íslandi er á vogarskálinni.
Hver vill búa á landi þar sem lofað er óbreyttu ástandi og aðgerðarleysi næstu áratugi fái stjórnarflokkarnir því ráðið.
Þeir lofa.
- Að færa þeim ríkari meira á silfurfati.
- Lofa að lækka skatta stórlega á stóreignafólki
- Þeir vilja tryggja stórum og ríkum útgerðarmönnum stærri hlut í þjóðarkökunni.
- Heilbrigðiskerfið er að hruni komið undir þeirra stjórn. Lofa engum breytingum á þeirri stefnu.
- Félagslega netið sveltur og þeir sem á því þurfa halda eru undir fátæktarmörkum. Lofa að þannig verði það áfram.
- Lofa að halda vöxtum hærri en víðast hvar á byggðu bóli.
- Lofa að halda í ónýtan gjaldmiðil sem hvergi er gjaldgengur.
- Lofa að halda Íslandi einangruðu og lágmarka samskipti við útlönd.
- Lofa að halda efnahaglífinu á sama stað og fyrr.
- Lofa því að stéttarfélög verði svipt rétti sínum til frjálsra samninga.
- Lofa því að stórbreyta skólakerfinu og skera niður fjármuni til menntunar.
- Lofa að setja sem minnsta fjármuni í samgöngukerfi landins.
- Lofa því að koma í veg fyrir að neytendur geti fengið ódýrari matvæli með ofurtollum á innflutt matvæli.
- Lofa að koma böndum á fjölmiðla og blaðamenn sem segja óþægilegar fréttir.
Svona mætti halda áfram um sinn en þetta er ágætt í bili.
Væntalega munu stefnuskrár stjórnarflokkanna 2017 líta einhvernvegin svona út auk myndskreytinga þar sem FÁNINN og ÞJÓðERNIÐ VERÐA Í AÐALHLUTVERKI.
Er einhver hissa á að unga fólki vilji annað ??
Guð blessi Ísland.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki orðið tímabært fyrir R listann að taka hausinn úr rassgatinu á sér og hætta lóðauppboðsstefnunni? Væri það ekki í anda félagshyggju að úthluta lóðum í Engey, Viðey og á Geldinganesi? Allir græða - nema gjörspilltir stjórnmálamenn að sjálfsögðu. Hvað stendur eiginlega í veginum?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.7.2015 kl. 12:35
Meinar þú Elín að unga fólkið okkar ætti bara að flytja í Engey og Viðey ?
Jón Ingi Cæsarsson, 16.7.2015 kl. 12:49
Ekki endilega unga fólkið Jón Ingi. Það þarf að ná niður fasteignaverði. Við getum gert það með því að úthluta lóðum á þessum svæðum. Lausnin er alveg örugglega ekki að okra á fólki með sölu lóða í Vatnsmýrinni.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.7.2015 kl. 13:06
Unga fólkið vill flýja þunglynda, bitra og orðljóta vinstrimenn.
En með auknum þroska, og jafnvel nokkrum mánuðum erlendis, komast krakkarnir að því, að það eru þuynglyndir, bitrir og orðljótir vinstrimenn þar líka.
Og flytur heim í þjóðfélag sem er með þeim fremstu í heiminum.
Hilmar (IP-tala skráð) 16.7.2015 kl. 14:25
Jón Ingi. Var þessi pistill þinn skrifaður 2013? Fólk flutti þá úr landi vegna þess að það hafði ekki vinnu. Hverjir voru þá við stjórn?
Þetta er orðin múgsefjun hérna síðustu dagana. Nú eru einstaklingar að segja upp af pólitískum ástæðum, vegna þess að SF er enn að tala niður gjaldmiðill okkar og vinnuumhverfi. Hvernig er hægt að byggja hraðar upp eftir þær efnalegu hremmingar sem allur heimurinn lennti í?
Merkilegt er einnig að lesa eftir ykkur kratana, að ekkert hafi verið að í stjórnartíð Jóhönnu. Smjör hafi dropið af hverjum strái. Skjaldborg um heimilin boðuð og allt eins og blómstrið eina. Viku eftir kosningar skildu sömu kratarnir bara ekkert í því, að ekki skuli vera búið að bjarga öllum þeim vandamálum, eem allt í einu sólahring eftir kosningar, voru að sliga heimilin í landinu.
Nú ber SF elítan sér á brjóst, að fullyrða að þær ráðstafanir sem nú þegar hafa verið gerðar, séu úr ranni fyrri stjórnar. Hvers vegna eru þær ráðstafanir þá svona slæmar?
Hvers vegna er fylgi krata svona lágt í skoðanakönnunum?
Er það vegn þess að fólk er almennt betur gefið en þið hélduð?
Er fólk ekki búið að fá nóg af bullinu í ykkur?
Hver er þessi handónýti gjalsmiðill sem þú fjallar um?
Hvernig er komið fyrir Evru þinni nú?
Benedikt V. Warén, 16.7.2015 kl. 14:28
Benedikt V. Waren: Jón Ingi telur upp staðreyndir um loforð núverandi stjórnvalda og þú hleypur í vörn og bendir á síðustu stjórnvöld.
Hvernig eru þau ábyrg fyrir stefnu núverandi stjórnvalda?
Svaraðu nú ef þú hefur eiithvað að segja við ungt fólk sem flýr í hópum til Evrópu.
Ragnheiður (IP-tala skráð) 17.7.2015 kl. 23:18
Ragnheiður. Grasið er ekki grænni hinu megin við girðinguna og jafnframt er óþarfi að fara yfir lækinn að sækja vatnið. Hætta svo því rugli að telja að Ísland eigi erindi inn í ESB og hætta að ljúga því að EURO er góður gjaldmiðill.
Kostir Íslands eru svo ótalmargir, að í einni bloggfærslu er ógerningur að telja það upp. Það segir hins vegar ekkert um það að ýmislegt má bæta.
Að ég hlaupi í vörn er bara hlægilegt, þegar ítrekað þarf að lesa sama bullið hjá JIC um ágæti EURO og ESB, svo ekki sé minnst á að tala stöðugt niður það sem gert er, - af pólitísku ofstæki.
Benedikt V. Warén, 18.7.2015 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.