Að mergsjúga aldraða foreldra er lausn Framsóknarflokkins, eða hvað ?

ygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hvetur ungmenni til að spara og búa lengur í foreldrahúsum. Þetta kemur fram í bloggpistli sem hún birti á Eyjunni í gær. Þar tekur hún dæmi af gömlum vinum „sem settu alltaf 10 til 20% af launum sínum um hver mánaðarmót inn á bankabók áður en nokkuð annað var borgað [...] fóru hægar í gegnum háskólanámið til að þurfa ekki að taka námslán, bjuggu lengur heima til að geta sparað fyrir húsnæði eða tóku strætó í vinnuna til að geta borgað hraðar niður íbúðalánið“.

_________________

Húsnæðisráðherra er með þetta.

Lausn á húsnæðisvanda ungs fólks er að búa lengur heima hjá mömmu og pabba.

Ég fór úr foreldrahúsum 22 ára, það þótti nú frekar seint á þeim árum.

En framtíðin verður síðan kannski sú að maður býr heima hjá mömmu og pabba eins lengi og stætt er.

Kannski fær maður að flytja með þeim í íbúðir aldraðra ef maður lætur lítið fyrir sér fara.

Gömlu hjónin sjá síðan um að greiða fyrir allt sem þarf að greiða til reksturs heimilsins en unglingurinn, kannski 50-60 ára safnar á bók.

Frábærar lausnir sem verða til í húsnæðsmálaráðuneytinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

R listinn á lóðauppboðsstefnuna.  Markmiðið með henni er að mergsjúga alla.  Hvernig væri að hætta því?  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.7.2015 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818826

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband