19.4.2007 | 21:32
Skrítið vinnulag.
Ég hefði álitið að Íslandshreyfingin hefði þurft að vera með lista klára fyrir mánuði til að virka í kosningabaráttunni. Nú hafa þeir verið að mjatla þessu út í mestu rólegheitum og mér sýnist að þeir séu löngu búnir að missa af lestinni. Með þessu áframhaldi koma síðustu listarnir fram í september og það er fullseint til að telja almennilega.
En að öllu gríni slepptu. Þarna er hreyfing fólks sem heldur af stað fullt áhuga og trúar á málstaðinn. það kemur mönnum gjarnan hálfa leið en þá er hinn helmingurinn eftir. Því miður er þessi málstaður ekki það útbreiddur að von hafi verið að stofna um hann sérstakt framboð. Allir flokkar leggja áherslu á umhverfismál þó sumir séu ekkert sérstalega trúverðugir. Það er því við ramman reip að draga fyrir áhugafólk í þessum efnum og sennilega vonlaust frá upphafi þegar menn hafa ekki átt rætur í einhverjum stóru flokkanna áður.
Það er sagt að fólkið sem stóð að Íslandshreyfingunni hafi látið mæla framboð á þessum nótum. Niðurstaða úr þeirri könnun á að hafa verið að 25 % svarenda söguðst geta hugsað sér að kjósa framboð á þessum nótum. Ekki undarlegt þó menn leggi af stað. Sel það ekki dýrara en ég keypti það. En það er flókið og erfitt að standa í kosningabaráttu á landsvísu og þrautsmurðar flokksmaskínur stóru flokkana hafa nóg að gera við að ganga frá þeim málum, hvað þá áhugamannasamtök með enga reynslu. Sennilega var þetta dauðadæmt frá upphafi. Þá er verr af stað farið en heima setið fyrir málstaðinn sem er svo göfugur.
Íslandshreyfingin kynnir fimm efstu frambjóðendur sína í Norðvesturkjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.