Tilfinning mín að ganga eftir

Þá er það farið að sjást í könnunum á landsvísu sem sést hefur í stærri könnunum inni í kjördæmunum. Samfylkingin á uppleið og VG á leið niður. Framsóknarflokkurinn nær ekki vopnum sínum og Frjálslyndir eru að hverfa. Að vísu vantar nokkuð af upplýsingum í þessa frétt m.a. þá sem ekki svara og eru óákveðnir. Alltaf svolítið svekkjandi þegar þeir sem skrifa svona fréttir átta sig ekki á mikilvægi þess að láta það fylgja með.

Ég hef haldið því fram lengi að VG verður ekki 25-30% flokkur í kosningum. Það gerist bara í skoðanakönnunum. Ég hef þó spáð því að þeir vinni góðan sigur og verði í kringum 15% markið + -.

Ef á að takast að fella þessa ríkisstjórn, sem reyndar heldur velli í þessari könnun, þá verður Samfylkingin að ná góðri kosningu. Frjálslynt hófsamt fólk sem er í hjarta sínu jafnaðarmenn verður að hætta að kjósa Sjálfstæðisflokkinn sem gjarnan klæðir sig í jafnaðarmannabúning í kosningum en söðlar svo um að þeim loknum og verður aftur hægri flokkur með hægri áherslur. Þessu lýsir Mona Sahlin svo vel þegar hún segir frá ástandinu í Svíþjóð. Þar hafa hægri flokkarnir tapað miklu fylgi því þeirra rétta andlit kom í ljós að loknum kosningum. Jafnaðarmenn...vörumst ódýrar eftirlíkingar og kjósum það sem ekta er.


mbl.is Samfylkingin eykur verulega fylgi sitt á kostnað VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Var ekki landsfundur hjá Samfó ? - vonandi að hann hafi skila einhverjum % í skoðanakönnunum

Rúnar Haukur Ingimarsson, 19.4.2007 kl. 11:22

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Það er jú svo hin eina sanna stóra skoðanakönnun þann 12. maí sem telur þegar upp verður staðið..... stefnumál Samfylkingarinnar segir allt sem segja þarf .... áfram X-S

Páll Jóhannesson, 19.4.2007 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband