Hvað skal með þingmenn sem að ljúga ?

Gosi krúttValgerður Stefánsdóttir, forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra, segir ummæli Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar, um að laun túlka hafi verið hækkuð um helming alröng. Laun túlka séu alveg óbreytt. Vigdís sagði launahækkun ástæðu þess að túlkasjóður hafi tæmist fyrr en áður.

 

Það vefst ekki fyrir sumum þingmönnum að hagræða sannleikanum eða segja jafnvel ósatt þegar það hentar þeim í umræðunni.

Vigdís Hauksdóttir er gjörn á að slá bara einhverju fram og allt of oft er það rakin þvæla og jafnvel ósannindi sem hún ber á borð fyrir okkur pöpulinn.

En síðan dettur það af dagskrá og þingmenn virðast aldrei þurfa að súpa seyði af ósannindum og rangfærslum.

Heiðarleiki og sannsögli eru nauðsynlegir kostir þegar kemur að þingmönnum. Sumir þeirra hafa það alls ekki að leiðarljósi.

Eini möguleikinn til að refsa ósannsöglum og lítt heiðarlegum þingmönnum er á fjögurra ára fresti í kosningum.

Á Íslandi segja þingmenn ekki af sér sama hvað.

Nú er bara að vona að langtímaminni kjósenda dugi til að á þingi sé fólk sem er heiðarlegt og virðir sannleikann.

Fram að því, í það minnsta eru skrökvaranir á þingi og halda áfram iðju sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki furða að blessuð konan hafi viljað leggja RUv niður á sínum tíma og hótað starfsfólkinu öllu illu. Svona fréttir gera ara illt verra fyrir Vigdísi og ætti hún að sjá sóma sinn í því aðbiðjast afsökunar.En það er eins og annað hjá Framsókn, þeir virðast ekki kunna að skamma sín.Framsóknarmaddömurnar í borgarstjórn hafi riðið húsum og vegna Moskumálsins s.k. Næst á dagskrá hjá þeim er að fara í forseta Íslands eftir að hann var að hefja einhverja araba upp til skýanna í öðru orðinu og í hinu að betla pening fyrir Mosku. Ég býð spenntur eftir útspili þeirra systra í því máli.

thin (IP-tala skráð) 26.6.2015 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband