Flugvöllur Íslands - í Keflavík ?

Reykjavíkurflugvöllur er flugvöllur Íslands, staðsettur í Reykjavík af því hún er höfuðborgin okkar. Þar er þjónusta sem allir landsmenn þurfa á að halda. Þar er sjúkarhús Íslands, þar er stjórnsýsla Íslands, þar er miðpunktur mannlífs í landinu.

Ef landið í Vatnsmýrinni er svona dýrmætt byggingaland hvers vegna var ekki búið að loka þessum velli fyrir löngu. Þá kannski hefði uppbygging í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og fleiri stöðum á svæðinu verið hægari. En af hverju þurfa allir að troðast út á Seltjarnarnes eða langleiðina þangað  ? Hvað er svona dýrmætt við það að setja þrjátíu þusund manns út við sjó á mjóu eiði við Faxaflóa þegar nægt land er innar og á veðursælli stöðum. Af hverju vilja Reykvíkingar ekki axla þá ábyrgð að vera höfðuborg okkar og takast á við þær fórnir sem það kostar og eru að mínu mati miklu færri en kostirnir við það. Ef þetta er svona dýrmætt land að Reykvíkingar telja að þar verði að byggja af hverju flytjum við ekki höfuðborgina, stjórnsýsluna og sjúkarhúsin til Keflavíkur það leystir margt. Þá geta menn í 101 labbað á milli húsa í Vatnsmýrinni og rætt um menningu og listir meðan við óbreyttir sækjum okkar líf og þjónustu á Suðurnesin þar sem nýja höfuðborgin okkar kúrir.


mbl.is Reykjavíkurflugvöllur sagður vera á mjög góðum stað frá sjónarhóli flugsamgangna og flugrekenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þetta er að sjálfsögðu mál sem hægt er að líta á frá ýmsum sjónarhornum.  Því verður ekki á móti mælt að að sem byggingarland er Reykjavikurflugvöllur mikið verðmæti og gefur gríðarlega mikla möguleika sé rétt á haldið. 

Hitt er sömuleiðis rétt að það má sem höfuðborg og miðstöð Íslenskrar stjórnsýslu, heilbrigðiskerfis og ýmislegs annaðs, ber Reykjavík vissulega skyldur við landsbyggðina.  Ég er þó ekki viss um að þeim skyldum yrði neitt verr fullnægt, er flugvöllurinn myndi flytjast á Hólmsheiði, eða Löngusker, eins og helst virðist rætt þessa dagana.

En það er oft sagt að þetta sé ekki einkamál Reykvíkinga, en það er þá betra að minnast þess hver opnaði á þessa umræðu, með íbúakosningu (sem var reyndar hálf mislukkuð) fyrir Reykvíkinga eina.

G. Tómas Gunnarsson, 19.4.2007 kl. 03:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 818825

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband