22.6.2015 | 20:59
Umhverfismálin - erum við á réttri leið ?
Nokkuð hefur verið fjallað um umhverfismálin á Akureyri að undanförnu. Einu sinni sem oftar hefur ástand sjávar í innanverðum Eyjafirði komið til umræðu og væntanlega verður hirðing og sláttur og fleira í sviðsljósinu í sumar eins og oft áður.
En göngum við til góðs þegar horft er til umhverfismála á Akureyri í víðara samhengi, erum við með mótaða og markvissa stefnu og erum við með skilvirka framkvæmdaaðferð þegar kemur að hinum verklegu þáttum ?
Hlutverki umhverfisnefndar hefur tvisvar verið breytt frá því ég kom þar fyrst til starfa fyrir aldamótin. Þegar ég kom þar inn var stefnumörkun og framkvæmdahliðin á hendi umhverfisnefnarinnar. Illu heilli var framkvæmdaþátturinn skilinn frá og settur inn í framkvæmdaráð og þar með rofnaði sú samfella sem var í stefnumörkun og framkvæmdum. Það veikti málaflokkinn verulega að mínu mati.
Síðar var hlutverki umhverfisnefndar breytt þannig að með niðurlagningu Sorpsamlags Eyjafjarðar fóru úrgangsmálin til umhverfisnefndar en framkvæmdaþátturinn var enn í framkvæmdaráði.
Að mínu mati veikir þetta fyrirkomulag umhverfismálin mikið að hafa slíkt rof á hinum stefnumarkandi þáttum málaflokksins og þeim verklegu.
Umhverfisnefnd leggur línur en framkvæmdaráð hagar framkvæmdum og forgangsraðar eftir eigin geðþótta og þá er hættara við að umhverfisþáttunum sé forgangsraðað afturfyrir malbik og hin hörðu mál. Það hefur mjög oft sést á undanförnum árum.
Óstaðfestar sögusagnir segja að nú dreymi einhverja stjórnmálamenn þá viltu drauma að leggja umhverfisnefnd niður í núverandi mynd og færa stefnumörkun inn í einhverja aðra nefnd, kannski framkvæmdaráð eða jafnvel eitthvað annað.
Í mínum huga væri það stórkostleg mistök að gera það og í fullkominni andstöðu við þau háleitu markmið meirihlutans að Akureyri verði leiðandi í umhverfismálum á Íslandi.
Þegar maður hefur slík áform leggur maður ekki niður nefnd sem hefur umhverfismál sem aðalmál.
Að mínu viti á að stokka upp stjórnsýslu umhverfismála á Akureyri og snúa aftur til þess að umhverfisnefnd verði með stefnumörkun í málaflokknum eins og verið hefur, en jafnframt verði framkvæmdaþáttur umhverfismálanna felldur undir verksvið nefndarinnar eins og var til rúmlega ársins 2000.
Slík breyting er lykilatriði við styrkingu málaflokksins og í fullu samræmi við þá stefnumörkun að auka veg umhverfismála á Akureyri.
Framkvæmdaráð hefur alveg nægilega mikið á sinni könnu með aðrar verklegar framkvæmdir auk þess að vera fasteignanefnd bæjarins eins og þetta er í dag.
Nú hefur Akureyri fengið þá umsögn að vera einn áhugaverðasti staður heims með tilliti til ferðamennsku í framtíðinni.
Tækifærin eru því mikil og þau byggja að verulegu leiti á umhverfi og náttúrfegurð ásamt öðru.
En við verðum að breyta hugarfarinu, við erum ekki að standa okkur í umhverfishugsun til lengri tíma. Enn erum við í skammtímalausnum og smáskammtalækningum. Við t.d. forgangsröðum ekki með tilliti til náttúru bæjarins.
Gæti nefnt nokkur dæmi um slíka skammtímahugsun en sleppi því hér.
Þó vil ég ítreka að þegar horft er til framtíðar stígum við ekki þau skref að veikja málaflokkinn í þágu einhverra skammtímasjónarmiða.
Í umhverfismálum þarf að hugsa í áratugum en ekki í kjörtímabilum.
Gangi okkur vel.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.