Forgangsröðun Sjálfstæðisflokksins.

Það geta ekki endalaust allir fengið leiðréttingar gagnvart einhverjum öðrum viðmiðunarhópum. Þetta er fyrir mig fyrst og fremst til vitnis um að vinnumarkaðsmódelið sem við erum að nota á Íslandi er gallað. Það er í raun og veru að hruni komið. Þessi ítrekuðu verkföll, þetta endalausa höfrungahlaup, þessi endalausi samanburður sem verður til þess að enginn getur samið því hann er þá orðinn skotskífa fyrir þann næsta.

_________________

Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið sér það hlutverk að forgangsraða á Íslandi.

Það geta ekki ALLIR fengið kjarabætur endalaust segir Bjarni Ben.

Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að forgangsraða að þær fái læknar og framhaldsskólakennarar en ekki hjúkrunarfræðingar og félagar innan BHM.

Svo eru það lyfin.

Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að ákveða að bara sumir fái nauðsynleg lyf, fyrstu 30 sjúklingar fá sem dæmi sérstakt lyf, sem vinnur gegn blindu, en sjúklingur númer 31 ekki.

Ætli sú staðreynd haldi ekki vöku fyrir heilbrigðisráðherra eða er honum slétt sama, það er FLOKKURINN  sem forgangsraðar.

Eins gæti farið með ákveðin krabbameinslyf þótt læknar reyni að stinga við fótum.

Það er munur að hafa hér FLOKK sem forgangsraðar lífins gæðum og heilsu fólks allt eftir geðþótta og peningum.

Það eru tvær þjóðir í þessu landi í augum Sjálfstæðisflokksins, það eru þeir sem njóta forgangsröðunar FLOKKSINS og þeir sem ekki njóta náðar.

Það er síðan margbúið að ræða hvernig flokkurinn færir fjármuni þjóðarinnar til þeirra ríku, þetta er ábót á þá fínu stefnu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband