Lágt svarhlutfall.

Könnun Fréttablaðsins er sérkennileg af ýmsum ástæðum. Stóra málið í þessari könnun er afar lágt svarhlutfall og það eru mjög margir úr þessu 800 manna úrtaki sem ekki taka afstöðu. Hringt var í 800 manns á kosningaaldri í gær. 59,9% aðspurðra tóku afstöðu en 31,3% voru óákveðin. Ég er ekki nægilega vel að mér í þessum fræðum til að draga gáfulegar ályktanir. Mér finnst samt að vikmörkin hljóti að vera veruleg þegar svona margir gefa sig ekki upp.

Það kemur greinilega fram í fylgi Sjálfstæðisflokksins að fjöldi þeirra sem ekki taka afstöðu er mikill, 40% þar af rúmlega 31% óákveðnir eða þriðjungur. Sjallarnir mælast alltaf sérstaklega vel við slíkar aðstæður. Það sem vekur meiri athygli mína er hversu langt niður VG eru komnir þvi þeir eru eins og Sjálfstæðisflokkur að mælast vel við slíkar aðstæður. Núna fóru þeir úr 23,3% niður í 16,7%. Afar sérkennilegt og því virðist sem þeir sem gáfu sig upp á VG séu komnir í verulegum mæli í hóp óákveðinna. Ekki er hægt að kenna Íslandshreyfingunni um, því það framboð virðist vera að floppa. VG hefur oft mælst vel þegar fáir gefa upp afstöðu sína.

Samfylkingin er á uppleið samkvæmt þessu og er það vel. Eitt er þó dagljóst samkvæmt þessari könnun að mikill fjöldi kjósenda á eftir að gera upp hug sinn og ekkert víst um niðurstöður nú tæpum mánuði fyrir kosningar. Það er spennandi kosningabarátta framundan. Flokkur óákveðinna og þeirra sem ekki svara er stærsti flokkur landsins samkvæmt þessu.


mbl.is Fylgi VG minnkar samkvæmt nýrri könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband