Eru þeir í sömu ríkisstjórn ?

Hann seg­ir það ekki stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar að grípa til skatta­hækk­ana. Skatta­lækk­an­ir gætu frek­ar komið til greina sem hluti af lausn á vand­an­um á vinnu­markaði.

_____________

Ekki undarlegt að landsmenn séu ruglaðir í ríminu.

Forustusauðir ríkisstjórnarinnar tala út og suður.

Simmi hótaði skattahækknum í viðtölum um helgina.

Nú slær BB á slíkar hugleiðingar.

Eru þessir tveir ekki í sömu ríkisstjórn ?

En þetta er svo sem ekki í fyrsta tilfellið þar sem ekkert er gert með ummæli forsætisráðherra.

Hann er svona eins og súkkulaði í þessari stjórn, enginn gerir neitt með það sem hann segir á þeim bænum.


mbl.is „Við verðum að fara að ljúka þessu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er ekki stefna ríkisstjórnarinnar að hækka skatta en ef "vinstra liðið" ætlar sér að koma verðbólgunni af stað, þá verður að hækka skatta, sem mótvægisaðgerð gegn hryðjuverkum vinstri manna.  Þetta gefur bara auga leið.   En það er ekki von að þið vinstri kálfarnir sjáið þetta........... undecided

Jóhann Elíasson, 26.5.2015 kl. 14:16

2 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Landsmenn vilja mannsæmandi laun sem þú kýs að kalla "vinstra liðið" og hryðjuverkamenn.

Þú Jóhann ættir að fara hvíla þig frá bloggskrifum sem eftir er.

Friðrik Friðriksson, 26.5.2015 kl. 14:59

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég fer ekkert eftir bullinu í þér Friðrik...........

Jóhann Elíasson, 26.5.2015 kl. 15:29

4 identicon

Jóhann stýrismaður fer hér á kostum  eins og annarstaðar...:)

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 26.5.2015 kl. 16:00

5 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Simmi hlítur að hafa mismælt sig, hann er ekki vinstri maður!!

Eyjólfur G Svavarsson, 26.5.2015 kl. 16:30

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Helgi, það heitir stýrimaður ekki stýrismaður. Annars hefur víst litla þýðingu að vera að leiðrétta vinstri menn nokkuð þeir hafa hvorki vit né skynsemi til að taka tilsögn..........

Jóhann Elíasson, 26.5.2015 kl. 17:08

7 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Jóhann veigrar sér ekki undan því að kalla alla sem eru honum ósammála hryðjuverkamenn og landráðamenn, en sakar þá í senn fyrir pólitíska blindu.

Ég held satt best að segja að í honum blundi vinstrimaður, sem ólmur reynir að brjótast út.
Kannski þess vegna sem hann er svona reiður?

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 26.5.2015 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband