20.5.2015 | 11:47
Afturhaldsöflin yfirtóku Framsóknarflokkinn.
_________________
Þráinn Bertelsson skrifar pistil í Kvennablaðið þar sem hann minnist Halldórs Ásgrímssonar.
Þar rifjar hann upp þá sýn sem Halldór Ásgrímsson hafði í alþjóðamálum og á utanríkisstefnu landsins til framtíðar.
Árið 2000, eða nærri því lýsti Halldór þeirri skoðun sinni að árið 2015 yrði Ísland gengið í ESB og búið að koma utanríkisstefnu sinni í góðan farveg.
Betur að svo hefði farið, þá værum við ekki í þeirri stöðu sem við erum í dag.
Eftir að hin frjálslynda forusta þessa gamla flokks hætti og hvarf af vettvangi var Framsóknarflokkurinn yfirtekinn af afturhaldöflum sem hafa einangrun landins að leiðarljósi, þegar horft er til utanríkismála.
Afturhaldsöflin yfirtóku flokkinn endanlega þegar þau munstruðu auðmannssoninn SDG til formanns.
Með honum eru síðan skoðanalitlir jábræður sem fylgja hinni blindu og afturhaldssömu stefnu í blindni.
Hagsmunir þjóðarinnar víkja fyrir þröngum hagsmunum hópa sem skara eld að eigin köku.
Framsóknarflokkurinn væri væntanlega frjálslyndur Evrópusinnaður flokkur eins og hann segist vera á tyllidögum, ef menn eins og Halldór Ásgrímsson hefðu leitt hann áfram.
Hann er í samtökum miðjuflokka sem telja frjálslyndi og alþjóðasýn eitt af aðalsmerkjum sínum.
Þar er með þeim Björt framtíð sem er sennilega nær þessu en hinn þröngsýni Framsóknarflokkur Sigmundar Davíðs.
En yfirtaka flokksins þýddi það eitt að hann lagðist í þrönga og forpokaða þjóðernishyggju, munstraði til forustu afturhaldsmenn sem sjá dauða í djöful í öllu sem þeim er framandi og nýtt.
Hvort þetta verður síðan áframhaldandi stef í flokknum þegar hann skíttapar næstu kosningum og dettur á þann stað sem slíkir afturhaldsflokkar hafa í Evrópu skal ósagt látið.
Það er undir kjósendum komið hvort framtíð barnanna þeirra og barnabarna sé best komin, undir áhrifum stjórnmála af þessari gerð.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki stóð það lengi yfir að við værum sammála..............
Jóhann Elíasson, 20.5.2015 kl. 12:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.