Virðingarleysi við þing og þjóð.

Þar af skip­ar Jón Þór Ólafs­son, þingmaður Pírata, neðsta sætið í fjór­um þess­ara nefnda. Hann sit­ur í um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd þings­ins og hafði mætt á 2 af 30 fund­um á því tíma­bili sem skoðað var, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mæt­ingu þing­manna til vinnu sinn­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

_________________

Að þingmenn sinni ekki vinnunni sinni er skammarlegt virðingarleysi.

Að mæta á 2 af 30 fundum er náttúrulega til vansa fyrir viðkomandi.

Allstaðar á vinnumarkaði væri búið að reka svona fólk.

Það er leitt að sjá hversu illa vonarstjörnur kjósenda sinna vinnunni sinni.

Það er ekki afstökun að hafa ekki tíma, þá eiga þeir einfaldlega ekki að taka sæti.

Verst að það skuli ekki vera nein viðurlög sem geta tekið á þingmönnum sem slugsa í vinnunni.


mbl.is Píratar mæta verst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Loksins erum við þokkalega sammála... smile

Jóhann Elíasson, 20.5.2015 kl. 08:05

2 identicon

Hvað var gert á þessum fundum?  Hver voru afköstin?  Jakkinn á stólbakinu telst víst líka í vinnunni.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.5.2015 kl. 08:30

3 Smámynd: Jón Páll Garðarsson

Naumast hvað Hádegismóri skelfur á beinunum. Hann hefur kannski ekki áttað sig á því að Píratar eru eingöngu 3 á þingi og nefndirnar eru að minnsta kosti 8 talsins...

Jón Páll Garðarsson, 20.5.2015 kl. 10:28

4 Smámynd: Jón Páll Garðarsson

Aðalheiður Ámúndadóttir þetta alveg ágætlega að mínu mati:

Þingmenn Pírata skipta á milli sín setu í átta fastanefndum auk forsætisnefndar, Íslandsdeildar Alþjóðaþingmannasambandsins, þingskapanefndar og fleiri nefnda. Þingmennirnir geta því oft þurft að vera á tveimur stöðum í einu. Jón Þór leggur t.d. mun meiri áherslu á að mæta á fundi í atvinnuveganefnd eða efnahags- og viðskiptanefnd þar sem hann er áheyrnarfulltrúi fremur en í fastanefnd sína; umhverfis og samgöngunefnd.

Þingmennirnir fara vandlega yfir allar dagskrár nefndafunda og forgangsraða tíma sínum og hvaða fundi skuli mætt á eftir því hvað er á dagskrá funda hverju sinni. Forgangsröðuninni liggur til grundvallar grunnstefna og grunngildi flokksins. Þingmennirnir reyna þannig ávallt að að vera þar sem dagskrárliðir hafa snertiflöt við grunnstefnu Pírata hvort heldur er til góðs eða ills.

Forgangsröðun á tíma þingmannana er flókið verkefni en þeir eru bara þrír og því ógerlegt að manna markmið um að vera ‘on top of everything’ og mæta allstaðar.

Jón Páll Garðarsson, 20.5.2015 kl. 10:31

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

En er ekki svolítið "ódýrt" að bera við fámenni í þessu sambandi og láta eins og þingflokkur Pírata sé eini fámenni þingflokkurinn sem hefur verið á Alþingi Íslendinga?

Jóhann Elíasson, 20.5.2015 kl. 10:39

6 Smámynd: Jón Páll Garðarsson

Hefur þú niðurstöður úr rannsóknum á mætingum annara fáliðaðra flokka?
Það segir manni að Hádegismóar séu orðnir desperat er þeir búa til þessa frétt á fórsíðu þess blaðs sem þeir af tilviljun bera ókeypis til allra landsmanna.

Jón Páll Garðarsson, 20.5.2015 kl. 10:54

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það hafa verið fámennir þingflokkar á Alþingi áður, ein og til dæmis Frjálslyndi flokkurinn, mætingin hjá þeim á nefndarfundi Alþingis var með ágætum og ekki man ég til þess að þeir væru neitt að væla yfir manneklu.

Jóhann Elíasson, 20.5.2015 kl. 11:07

8 Smámynd: Jón Páll Garðarsson

Fengu þeir heldur nokkurn tíma á sig slíka ádeilu sökum manneklu sem þetta flokksblað kemur með í sinni örvæntingu?

Jón Páll Garðarsson, 20.5.2015 kl. 11:09

9 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hefðu Píratar bara nennt að mæta í vinnuna og sinna henni þokkalega, hefðu þeir ekki fengið þessa ádeilu á sig....

Jóhann Elíasson, 20.5.2015 kl. 11:26

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hér er haldið á lofti, af ásetningi, ósanngjarni ádeilu á Pírata. Sennilega hafa menn, sem gera mykjuhaug úr titlingasít, ekki annað til að moða úr.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.5.2015 kl. 12:32

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef fólk vill sjá meiri þáttöku pírata í þingstörfum verður það einfaldlega að kjósa fleiri þeirra inn á þing.

Það er mjög jákvætt að þetta skuli vera svo útbreidd og einlæg afstaða sem raun ber vitni! :)

Guðmundur Ásgeirsson, 20.5.2015 kl. 13:01

12 identicon

Virðist vera brot  á starfsreglum, sama hvaða flokkur á í hlut. 23.Gr

http://www.althingi.is/um-althingi/upplysingar-um-althingi/reglur-settar-af-forsaetisnefnd-/fastanefndir/starfsreglur/

Gunnlaugur Sigurðsson (IP-tala skráð) 20.5.2015 kl. 13:10

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það getur aldrei verið brot á neinum reglum að gera ekki eitthvað sem er tæknilega ómögulegt að gera, eins og að vera á mörgum stöðum samtímis.

Ómöguleiki trompar alltaf lög, það er viðurkennd lögskýringarregla.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.5.2015 kl. 13:19

14 identicon

Magnað að sjá hvað menn eru fljótir að hlaupa á nef sér út af fyrirsögnum. Mönnum dettur ekki í hug, eða hafa ekki  vit og þroska, til að kanna málin betur áður en þeir belgja sig. 

Sem dæmi þá situr Ásmundur Friðriksson í tveimur nefndum, Atvinnuveganefnd og Velferðarnefnd,  og Jón þór einnig í tveimur nefndum, Þingskapanefnd og Umhverfis-og samgöngunefnd.Svo er Jón Þór einnig áheyrnafulltrúi í fjórum öðrum nefndum:Atvinnuveganefnd, Efnahags- og viðskiptanefnd, Fjárlaganefnd og Forsætisnefnd. 

thin (IP-tala skráð) 20.5.2015 kl. 13:41

15 identicon

Áfram Píratar, þetta gefur bara byr í seglin og örvæntingarfull tilraun til að "meiða" flokkinn hefur ekkert virkað. Jú nema á páfagaukana

Hans (IP-tala skráð) 20.5.2015 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband