14.5.2015 | 18:08
Klíkurnar á Íslandi.
Í áratugi hafa sérhagsmunaklíkur ráðið lögum og lofum á Íslandi.
Aðferðir þeirra eru margvíslegar en hafa alltaf miðað að því að skara eld að eigin köku á kostnað þjóðarinnar.
Þetta hefur ekkert breyst en stundum hefur dregið úr áhrifamættinum, aðallega þegar Framsóknar og Sjálfstæðisflokkurinn eru utan stjórnar saman.
Þessi sérhagsmunavarsla hefur blossað upp síðustu tvö árin sem aldrei fyrr og þessar klíkur hika ekki við að vinna með þessum hætti þó flestir sjái hvað um er að vera.
Eitt af stóru málunum sem sérhagsmunaklíkur hafa sett mikið púður í að eyðileggja er staða Íslands á alþjóðavettvangi.
Það hræðilegasta sem getur gerst er að regluverk siðaðra þjóða gæti skemmt fyrir þeim hagmuni og dregið úr aurnum sem loppan nær að skafa til sín.
Aðferðafræðin er öllum ljós.
Lágt settur afgreiðslumaður er settur í stjórnmálaflokk til að vera þar nytsamt verkfæri þegar hentar.
Þessi leppur hagsmunaaðila er síðan dubbaður upp til æðsta embættis þrátt fyrir augljósan skort á hæfileikum og getu til að vera þar.
Enda er þessum lepp sérhagsmuna ætlað það eitt að koma í veg fyrir að eitthvað þróist eða gerist á Íslandi sem skaðað gæti hagsmuni klíkunnar.
Allt er undir að klíkurnar haldi sínu og þær geti haldið áfram sínum gróðaleik á kostnað þjóðarinnar.
Engar leikreglur eru hafðar í heiðri og fyrir málstaðinn er Alþingi hunsað og lýðræðið svívirt.
Svona dæmi má sjá á hverju kjörtímabili þar sem sérhagsmunaflokkarnir vinna saman enda er þetta þeirra sérstaka sameiginlega áhugamál.
Kannski þróast stjórnmál á Íslandi frá þessum ljóta leik og almennir íbúar þessa lands hætta að vera leikföng og fórnarlömb klíkuvæðingarinnar.
Vonandi kemur að því að kjósendur muni eftir því hvað bíður þeirra þegar klíkuflokkarnir ná völdum.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í hvaða klíku ert þú Ingi Gæsarson, ég veit ekki í hvaða klíku ég er.
Hrólfur Þ Hraundal, 14.5.2015 kl. 18:57
Í hundruð ára hafa sérhagsmunaklíkur ráðið lögum og lofum á Íslandi. Og þannig mun það ætíð vera. Öll erum við hluti af nokkrum sérhagsmunaklíkum. ASÍ, aldraðir, bílstjórar, konur, örvhentir og sjómenn eru allt sérhagsmunaklíkur. En þú tekur bara eftir því þegar þú ert ekki hluti af klíkunni sem hafði sitt fram.
Ufsi (IP-tala skráð) 14.5.2015 kl. 19:08
Þú bara veist ekki, heyrir ekki og sérð ekki, því þú afneitar því Hrólfur HRUN dal, og verður sjálfhverfur þar að auki, eins og þú ættir að vera hluti af klíkuni, þó þú hafir kosið hana yfir þig.
Jónas Ómar Snorrason, 14.5.2015 kl. 19:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.