10.4.2007 | 08:04
Afleiðingar hægri stjórnar á Íslandi.
Ein af alvarlegu afleiðingum hægri stjórnar hér á landi er að heilbrigðiskerfið sveltur. Sjúkrastofnunum er haldið í spennitreyju fjársveltis og þetta eru niðurstaðan. Allsstaðar biðlistar og vandamálin hrannast upp. Hér á landi eigum við færustu sérfræðinga á sviði lækninga og hjúkrunar en verulega er dregið úr hæfni kerfisins með sífelldu fjársvelti. Er það eðilegt að á þriðja hundrað manns eru á biðlista eftir tiltölulega einfaldi aðgerð nú á tímum ? Að vera á biðlista eftir úrræðum með eigin heilsu er slítandi og áhættuþátturinn stór.
Mér skilst að kannski þurfi að loka fæðingardeildinni við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri í sumar. (það heitir víst annað núna ?) Ég vona svo sannarlega að þetta sé röng frétt og ef svo er komið er ástandið að verða stóralvarlegt. Allir vita að áherslur Sjálfstæðisflokksins liggja ekki þarna og endalausar fréttir af vandræðum í heilbrigðiskerfinu eru skrifaðar á Framsóknarflokkinn sem er með málaflokkinn á sinni könnu. En það er sannarlega Sjálfstæðisflokkurinn sem ber á þessu ábyrgð.
Nú höfum við aðeins fengið að kíkja á spilin hjá Sjöllunum og viti menn. Mikil áhersla á einkavæðingu ríksieigna enn sem fyrr og dekur við hátekjufólk og stórfyrirtæki. En því miður hefur þetta dekur það í för með sér að annað sveltur m.a. heilbrigðiskerfið. Það er stefna Sjálfstæðisflokksins í velferðar og heilbrigðismálum sem á alla biðlistana í þessu kerfi. Meðan fjármálaráðherrann gortar af góðri afkomu ríkisstjóðs fáum við svona fréttir sem þessa reglulega. Þannig mun það verða áfram ef þessum flokki verður fært umboð til að stjórna áfram.
200–250 manns bíða eftir hjartaþræðingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já þetta er ekki nógu gott hjá þjóð sem státar sig af því að hafa 3 lækna á hverja 1000 íbúa. Við stöndum í fremstu röð að geta boðið upp á mjög góða þjónustu en efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar sveltir bæði heilbrigðismálin og skólamálin. Allt er lagt í álið þó svo að stöðugt meira af heimsframleiðslunni fari í hergagnaiðnaðinn.
Hvað skyldu stjórnvöld segja ef iðnjöfrar kæmu á kontórana fyrir sunnan og óskuðu eftir að fá að reisa verksmiðju við hlið starfandi álverksmiðju? Jú vesgú! Þið fáið rafmagn á gjafaverði!
Og ef í ljós kæmi síðar að nýja stassjónin framleiðir jarðsprengjur - myndu þá ekki einhverjir súpa hveljur?
Fyrir nokkrum árum fjárfesti nosrki olíusjóðurinn í fyrirtæki sem sem mjög góða framlegð eins og það heitir í viðskiptamálum þegar fyrirtæki græðir á tó og fingri. Við nánari skoðun var starfsemi þessi aðallega í að framleiða jarðsprengjur fyrir valdaspillta pörupilta í Afríku. Þegar Gro Brundlandt frétti af þessu varð hún æf og linnti ekki látum fyrr en olíusjóðurinn var búinn að losa sig við þessi hlutabréf sem byggðu velgengni á blóðidrifnum ferli vítissprengna.
Mér skilst að Alkóa framleiði mjög mikið af áli í þágu hernaðarmaskínu þeirra Bush og Blair. Og svei!
Guðjón Sigþór Jensson, 11.4.2007 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.