Sjallar sjálfum sér samkvæmir.

Mér eiginlega léttir. Gamli góði Sjálfstæðisflokkurinn er þarna enn og boðar skattalækkanir sem koma þeim hæstlaunuðu best. Flokkurinn boðar einnig að hátekjuskattur sé ekki á dagskrá. En gamli góði Sjálfstæðisflokkurinn sem sér um sína.

Þá segir, að löngu sé orðið tímabært að stofna eitt atvinnuvegaráðuneyti. Það muni einnig auka möguleika á að sameina stofnanir ráðuneyta og auka hagkvæmni þeirra.

Þetta segir flokkurinn sem er búinn að vera við völd samfleytt í 16 ár...lesist og skrifist sextán ár. Löngu tímabært segja þeir....og af hverju hafa þeir þá ekki gert það ??? Spyr sá sem ekki veit.

Í drögum að ályktun um iðnaðarmál segir, að vegna þenslu sé æskilegt að hægja á ferðinni í virkjunarmálum og nauðsynlegt að klára rammaáætlun um virkjunarkosti sem fyrst. Ekki sé ástæða til að ríkisvaldið beiti sér fyrir frekari uppbyggingu stóriðju.

Bíddu nú við...hér kemur blaðsíða úr Fagra Íslandi...gott að sumir eru að vitkast.

Í drögum að ályktun um umhverfismál og auðlindanýtingu segir, að skynsamleg og hagkvæm nýting náttúruauðlinda Íslands verði best tryggð með því að nýtingar- og afnotarétturinn sé í höndum einstaklinga.

Sömu gömlu Sjallarnir...einkavinavæðing auðlindanna skal það vera og auka í... menn vita þó hvað þeir vilja.

Þá er lagt til að stefnt verði að því að færa eignarhald opinberra aðila að orkufyrirtækjunum yfir til einkaaðila, þó þannig að gætt sé vandlega að samkeppnis- og jafnræðissjónarmiðum.

Þar kom það...ástæðan fyrir þjóðlenduþjófnaðinum. Undirbúningur fyrir að færa Landsvirkjun í hendur velþóknanlegra...einkavinavæðingin heldur áfram.

Það er þarna einhverstaðar kannski en hvergi er sjáanlegt að flokkurinn ætli að stunda stjórnmál þannig að venjulegt fólk í landinu njóti þess. Hátekjufólk og stórfyrirtæki eru eftirlæti Sjálfstæðisflokksins og mér þætti nokkuð eðlileg staða flokks af þessum toga að hann væri með 10-20% fylgi. En þjóðsagan um Sjálfstæðisflokkinn er lífseig þó svo sjái þess merki að sól hans sé heldur að síga.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur stefnir að frekari skattalækkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband