Núll og nix.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir að ekki hafi verið ástæða til að halda samráðsfundi með fulltrúum stjórnarandstöðunnar um afnám gjaldeyrishafta vegna þess að upplýsingum þaðan hafi verið lekið í fjölmiðla. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar urðu æfir við þessar ásakanir og kröfðust þess að Sigmundur Davíð yrði víttur af þingforseta.

_______________

Ég held að fæstum dyljist það síðustu daga af forsætisráðherra er fullkomlega getulaus og óhæfur til þeirra verka sem hann er kosinn og síðan valinn til.

Hver fáránleikauppákoman af annarri á sér stað og flestir eru hreinlega orðlausir af undrun.

Allskonar fullyrðingar um þetta og hitt sem á sér enga stoð í veruleikanum hafa dunið á þjóðinni síðustu daga og vikur.

Hvert málið á fætur öðru er að daga uppi á þinginu og augljóst að ríkisstjórnarflokkarnir ráða ekki við að ljúka málum.

Verkstjórnin er engin.

Misvísandi upplýsingar streyma frá forsætis annarsvegar og fjármála hinsvegar.

Síðast voru þeir ekki sammála um hvort verið væri að afnema verðtryggingu eða ekki.

Nú poppar forsætisráðherra upp með það á þinginu að hann vilji ekki hafa samráð við stjórnarandstöðuna við vinnu við afnám gjaldeyrishafta. Hópur um það hefur ekki verið kallaður saman.

Ástæðan sem SDG gefur upp að stjórnarandstöðunni sé ekki treystandi.

Líklegra er nú samt í ljósi tveggja ára sögu að SDG vill ekki að stjórnarandstaðan sjái hina raunverulegu stöðu þess máls.

Vafalaust fjarri þeim staðreyndum sem hann hefur verið að bera á borð síðustu tvö ár þar sem þetta mál er að leysast næstu daga.

Það er eiginlega hrollvekja að þetta furðuleikrit eigi eftir að halda áfram næstu tvö árin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband