Fátæktar og láglaunastefna er lykillinn að stöðugleika ( BB )

Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, skortir skilning á því að kröfur launþegahreyfingarinnar beinast gegn misskiptingunni í þjóðfélaginu. Almenningi er nóg boðið og sættir sig ekki lengur við að fámennir hópar geti, með stuðningi ríkisstjórnarflokkanna, sótt sér kjarabætur sem engum öðrum hefur staðið til boða.

_________________

Það er svolítið hrollvekjandi að hlusta á fjármálaráðherra.

Svona samandregið.

Ég ætla ekki að kasta stöðugleikanum á bálið segir ráðherrann.

Umræddan stöðugleika á síðan að bera uppi með lágum launum, nánast engum hækkunum til venjulegra launamanna.

Áður hefur sá hinn sami fjármálaráðherra samið við valdar stéttir um miklu hærri kjarabætur.

Í þessu er ekkert samhengi og það er hreinlega skoðun ráðherrans að ójöfnuður og mismunum sé réttlætanlegt til að halda " stöðugleika "

Og svona rétt utan rammans sjáum við sama ráðherra vera hluta af ríkisstjórn sem ætlar að færa völdum útgerðarmönnum tugi eða hundruð milljarða í viðbótarkvótum í makríl.

Allir þekkja síðan gjafir hans til þeirra ríkustu í gengum skattabreytingar svona rétt í sama mund og hækkaður er vsk á matvæli og nauðsynjavörur.

Er það virkilega svo að hægt sé að vera svo blindur að sjá ekki misræmið og óréttlætið í þessum fullyrðingum og skoðunum ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband