Kemur ekki á óvart.

Mér kemur ekkert á óvart í þessari könnun nema að vera skyldi að Jón Sigurðsson er ekki neðstur í vinsældasvarinu.  Geir Haarde er efstur eins og Davíð Oddsson var alltaf. Sjálfstæðismenn eru jú gangrýnilausir á formann sinn og hafa alltaf verið. Davíð hafði þó það af stundum að vera óvinsælastur líka, sem segir það eitt að hann var umdeildur. Geir Haarde er ekki umdeildur og segir það kannski meira um litleysi hans en hæfileika.

Ingibjörg Sólrún er umdeild og hefur auk þess legið undir árásum fjölmiðla andstæðingana lengi. Mér kemur þvi ekki á óvart að hún skuli lenda þar sem hún gerir. Það sem er athyglisvert og ætti líklega ekki að koma á óvart að konur eru skefískari á ISG en karlar. Konur eru konum verstar hefur löngum verið sagt.

Steinrímur J skorar oftast hátt og nýtur þess að hafa góðan talanda. Ég man samt ekki eftir að hann hafi gert stóra hluti sem flokksformaður og hefur hingað til verði heldur áhrifalaus nema í talandanum. Við sem munum hann í ráðherrastóli getur rifjað ýmislegt upp en það gerum við víst ekki hér. Steigrímur er yfirleitt fúll á móti og það greinilega virkar í bransanum.

Mín skoðun er einfaldlega sú að þessi niðurstaða var nokkuð fyrirséð og segir í sjálfu sér fátt um stjórnmálaleiðtogana sem slíka. Ómar Ragnarsson var til dæmis varla að fá þessa niðurstöðu sem stjórnmálaleiðtogi sem engin reynsla er komin á...heldur sem vinsæll fjölmiðlamaður. Hann nýtur þess væntanlega sem slíkur og eiginlega var ég meira hissa á hversu margir voru neikvæðir í hans garð. Svo sakna ég þess að sjá ekkert um leitoga aldraðra og örykja sem eru jú að fara að bjóða fram eftir því sem ég best veit.


mbl.is Geir nýtur mestra vinsælda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ingibjörg Sólrún er greinilega búin að vera sem lykilstjórnmálamaður. Meira að segja konurnar eru búnar að snúa við henni baki. Þvílík endalok. Hver ætli verði næsti formaður Samfylkingarinnar?

Stefán Friðrik Stefánsson, 7.4.2007 kl. 19:41

2 identicon

Tilgangurinn helgar meðalið, fyrsta frétt í kvöldfréttum ríkissjónvarpsins!Miklir leiðtogar fá gjarnan slíka útreið held bara að andstæðingar Samfylkingarinnar séu logandi hræddir við Ingibjörgu.  Er sammála greiningu þinni að öðru leyti Jón Ingi. 

Helgajons

Helga E. Jónsdóttir (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 20:08

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það er málið...ekki kannski formanninn heldur flokkinn og dvínandi áhrif Sjálfstæðisflokksins. Formenn eru tímabundnir og koma og fara. Geir Haarde er skammtímaformaður Sjálfstæðisflokksins og frekar litlaus enda erfitt að koma eftir manni eins og Davíð. Sjálfstæðismenn hafa alltaf ástundað foringjadýrkun og eru bornir á gullstóli hvernig sem þeir eru. Mér finnst skíring Stebba frekar grunn og ég hef ekki orðið var við að menn hafi tapað lykilhluverki út á skoðnakannanir. Ef þær réðu ferð væri Steingrímur J orðinn forstætisráðherra fyrir löngu

Jón Ingi Cæsarsson, 7.4.2007 kl. 21:35

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Finnst þér staða formanns Samfylkingarinnar góð? Þetta er nú svo mikið fall að menn geta ekki horft framhjá því. Það er augljóslega eitthvað mjög úr skorðum hjá ISG. Hún er ekki að gera sig. Skil vel að flokksmenn hennar vilji ekki tala hana niður mánuði fyrir þingkosningar en þessi mæling hennar eru auðvitað stórtíðindi. Einu sinni var þetta stjórnmálamaður sem fékk góða mælingu hjá Gallup. Þessi mæling er auðvitað bara disaster fyrir hana, og að hún sem ein lykilforystukona Kvennalistans sé svona veik meðal kvenna og með þrjá karlmenn þar fyrir framan sig, þ.á.m. Ómar Ragnarsson er auðvitað bara áfall fyrir hana. Það þarf engin önnur orð að nota. Það virðist vera sem að ummæli Össurarmanna í formannsslagnum 2005 séu öll að ganga eftir, ég man eftir varnaðarorðum þeirra sumra, t.d. Hrafns Jökulssonar og Guðmundar Árna.

Stefán Friðrik Stefánsson, 8.4.2007 kl. 02:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818824

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband