Leikskólataktar félagsmálaráðherra.

Eygló birtir mynd af kveðjunni á Facebook en með henni fylgdu orkustangir sem Eygló vonast til að muni hjálpa starfsfólki fjármálaráðuneytisins við að meta áhrifin á ríkissjóðs og þjóðarbúskapinn að hjálpa þeim allra fátækustu að fá öruggt húsaskjól.

________________

Félagsmálaráðherra hefur vafalaust ætlað að vera voða fyndin.

En svona fyndni á ágætlega við í leik og grunnskólum.

En þegar kemur að opinberri stjórnsýslu þurfa ráðherrar að haga sér eins og fullorðið fólk í ábyrgðarstöðum.

Ef 1. apríl væri ekki liðinn hefði þetta passað ágætlega í þann fasa.

En boðskapur ráðherra til starfsmanna Fjármálaráðherra eru ótvíræðir.

Drífið ykkur - ekkert hangs.

Ráðherra hefur legið undir ámæli fyrir að koma ekki með frumvörpin inn í þingið.

Hún velur þá leið að gera lítið úr starfsmönnum Fjármálaráðuneytis.

En auðvitað á hún að beina spjótum sínum að fjármálaráðherra, hann ætlar sér örugglega ekki að samþykkja tugmilljarða fjárútlát í Framsóknarráðuneyti.

Að hans mati hefur Framsókn klárað sinn kosningakvóta með þeir 80 milljörðum sem nú brenna upp í verðtryggingar og verðbólgurýrnun í húsnæðiskerfinu.

Það má glöggt skynja pirring milli stjórnarflokkanna nú um stundir.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spurning hvort þetta er birtingarmynd lágrar greindarvísitölu ráðherrans. Maður verður var við það hjá sjálfstæðisfólki, að það er vaxandi efi hjá því hvað varðar þátttöku flokks þeirra í þessari ríkisstjórn fáránleikans. Það er algerlega ljóst, að ein undirliggjandi krafa verkalýðshreyfingarinnar hlýtur að vera að stjórnin fari frá og framsóknarfyrirbrigðin verði útilokuð frá ábyrgðarhlutverki í stjórnmálum. Fyrirmyndina getum við sótt til Svíþjóðar.

Móri (IP-tala skráð) 7.4.2015 kl. 18:43

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvaða vald og val hefur Eygló Harðardóttir í raun og veru, sem velferðarráðherra?

Hvað getur félagsmálaráðherrann Eygló Harðardóttir gert, þegar fjármálaráðherra peningapyngjunnar, herra Bjarni Benediktsson, neitar að taka samfélagslega ábyrgð á samfélagi Íslands?

Er ekki tímabært að beina kastljósinu að valdamesta ráðuneyti Íslands, sem í dag er FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hans Bjarna Benediktssonar, sem deilir og drottnar?

Ég hef reynt að setja mig í spor Eyglóar Harðardóttur, og hef komist að þeirri niðurstöðu að ekki er hægt að keppa við einræðispeningapyngju fjármálaráðuneytisins karlrembukúgunarstýrandi!

Gangi Eygló Harðardóttur sem allra best í að troðast ein og fjármálaráðuneytis-óstudd í gegnum karlakúgunarveldið ævaforna, glataða og dauðadæmda á alþingi, til að ná fram réttindum skjólstæðinga sinna!

Herra Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra Íslands! Hvað ertu eiginlega að hugsa?

Skilur þú ekki neyð almennings á lægstu laununum, sem ríkið kúgar til að borga allt sitt í þjónustugjöld til hins opinbera kerfis, getur ekki lifað eðlilegu lífi á Íslandi?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.4.2015 kl. 02:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband